Nýi tíminn - 01.04.1934, Qupperneq 6
6
NÝI TÍMINN
lagningu* afurðasölunnar, því
að hagsmunir stórbændanna,
kaupfélaganna og bankaauð-
valdsins krefjast þess. En hitt
verða þeir að skilja, að þessi
»skipulagning« er ekkert ann-
að en að flýta framkvæmd þess
dauðadóms, sem kveðinn er
upp yfir smábúskap í auðvalds-
skipulagi. Og í krafti þess skiln-
ings verða þeir að, rísa gegn
henni, liindra að henni verði
komið á og brjóta hana niður
að því leyti, sem hún er þeg-
ar gildandi.
í næsta blaði
kemur bændabréf úr Vopna-
firði og lítilsháttar fræðsla um
starfsemi kaupfélagsins þar.
Barátta
bænda erlendis.
í Búlgaríu ríkir einhver
sú djöfullegasta ógnarstjórn,
sem sögur fara af. Kom-
múnistar, róttækir verka-
menn og bændur liafa verið
myrtir í þúsundatali og tugir
þúsunda eru pyndaðir í dýfl-
issum fasistanna — en ekkert
dugar. K.F. Búlgaríu er sterk-
ari en nokkru sinni áður. A
síðastl. tveimur og hálfu ári
hefir hann fjórfaldast, yfir-
gnæfandi meiri hluti verkalýðs-
ins fylgir honum og verkfalls-
aldan rís hærra og hærra. Öll
verkföll (að tveim undanskild-
um á 2 síðustu árum) eru undir
forustu Kommúnista, og þess
vegna lauk líka 70 % þeirra með
sigri árið 1932 og 84 % árið
1933!
Fasistastjórnin stendur mátt-
vana gegn þessari voldugu
hreyfingu. Verkalýður Búlgaríu
helir sýnt stéttarbræðrum sín-
um um allan heim, að jafnvel
hinn grimmilegasti fasismi get-
ur ekki bugað verkalýðinn undir
forustu Kommúnista, heldur í
mesta lagi veitt auðvaldinu ör-
stuttan gálgafrest.
Jafnframt vex byltingaraldan
í sveitunum. Almenn bænda-
uppreist stendur fyrir dyrum.
Bændur taka virkan þátt í bar-
áttu verkalýðsins, jafnframt því,
sem þeir standa í harðvítugri
baráttu við jarðeigendur, banka
og stórhændur. Borgaralegt
húlgarskt blað lýsir ástandinu
þannig: »Það eru til þorp (í
Búlgaríu), þar sem enginn skuld-
hafi, enginn lögfræðingur og
enginn lögtaksmaður þorir að
stíga fæti af ótta við að verða
drepinn, eða að minnsta kosti
lúbarinn!«
I Japan vex byltingaraldan
einnig afar ört. Þrátt fyrir all-
ar ofbeldisráðstafanir stjórnar-
innar, þrátt fyrir það, að fang-
elsaðir voru t. d. 8000 bylting-
arsinnaðir verkamenn og bænd-
ur aðeins á fyrstu 9 mánuðum
ársins 1933 og 50 Kommúnist-
ar myrtir í fangelsunum á sama
tíma, og þrátt fyrir það, þótt
sífellt fleiri séu fangelsaðir og
myrtir, þá hefir K.F. Japans
vaxið örar en nokkru sinni fyr,
áhrif lians margfaldast og sam-
band hans við verkalýð og bænd-
ur er orðið svo traust, að ekk-
ert ofbeldi fær hindrað starf
hans né óhjákvæmilegan sigur
byltingarinnar.
Öll baráttu- og samhjálpar-
samtök alþýðunnar eru bönn-
uð, en starfa samt betur en
nokkru sinni áður — í banni
laganna, og baráttan magnast
stöðugt, ekki sízt hin erfiða bar-
átta gegn stríðinu í Kína og
Mansjúríu og gegn undirbún-
ingi stríðsins. á hendur Ráð-
stjórnarríkjunum, rússnesku og
kínversku. Fjöldi uppreista
hefir orðið í hernum og stór-
kostleg verkföll geysa í her-
gagnaiðnaðinuin. Jafnframt
eykst koinmúnismanum stór-
kostlega fylgi meðal miðstétt-
anna, ekki sízt meðal kennara,
námsmanna og háskólastúdenta
og hefir orðið að loka fjölda
skóla og margir kennarar og
stúdentar teknir fastir.
Byltingaraldan vex sérstak-
lega ört í sveitunum. Bændur
svelta bókstaflega. Kornið er
tekið af þeim með valdi upp í
skuldir, landleigu, skatta o. s.
frv., og síðan verða þeir oft að
kaupa korn til eigin þarfa aft-
ur fyrir fjórfalt verð! Aðal-
baráttukrafa bænda og einnig
atvinnulausra verkamanna er
krafan um ókeypis úthlutun
hrísgrjóna. Á þessum grundvelli
hafa bændur og verkamenn
myndað með sér öfluga sam-
fylkingu, I héruðunum Aitshi
og Totshigi tóku 60 þorp þátt
í baráttu þessari. 1 liéraðinu
Monogaya lieimtuðu fátækir
hændur, að stórjörðunum yrði
skift milli þeirra, endurgjalds-
laust. 400 'bændur réðust á lög-
reglustöð og varð úr því blóð-
ugur bardagi. M. a. má nefna,
að 150 sveitakonur réðust á 3
lögregluvarðstofur. Sýnir það
vel hinn mikla vöxt og út-
breiðslu hyltingarhreyfingar-
innar.
Nýi tíminn
vekur athygli lesenda sinna
á auglýsingum þeim, sem birt-
ast nú í blaðinu. Það eru fyrstu
augiýsingarnar, sem Nýi tíininn
flytur. Allir unnendur blaðsins
verða að gera sér far um að
skifta við þá, er auglýsa í blað-
inu, nð öðru jöfnu, og láta þess
um leið getið, að það sé sök-
um auglýsingarinnar. Auglýs-
ingar eru höiiiðtekjulind borg-
aralegu blaðanna. En í mál-
gögnum hinna byltingarsinnuðu
alþýðumanna er því aðeins aug-
lýst, að auglýsendur finni, að
árangur auglýsinganna séu auk-
in viðskifti.