Nýi tíminn - 01.04.1934, Side 7

Nýi tíminn - 01.04.1934, Side 7
NÝ I TlMINN 7 Iiaupgj aldsmálin. Ný klofningstilraun af hendi kratanna. Eins og skýrt var frá í síð- asta blaði að til stæði, þá liáðu blekkingaflokkarnir, Framsókn og Alþýðufiokkurinn, þing sín samtímis seint í síðastliðnum mánuði. Höfuðviðfangsefnið var að tryggja góða samvinnu um nýjar blekkingar handa verka- mönnum og smábændum og ekki sízt í tilefni af vaxandi kröfum í kaupgjaldsmálum, bæði lijá verkamönnum og smábændum. Kratarnir »helguðu« sínaráð- stefnu alveg kaupgjaldsmálum sveitanna. Og þeir samþykktu áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hækka kaupgjald í vega- vinnu í 1 kr. um tímann og tóku upp í áskorun sína ýmsa aðra liði, sem verklýðsfélögin á Eyrarbakka og Stokkseyri höfðu sett sér að takmarki að knýja fram til hagsbóta fyrir vegavinnumenn. Kratar þorðu ekki annað en að taka undir þessar kröfur og látast vera með þeim, en jafnframt með það fyrir augum, að hindra bar- áttu verkalýðsins fyrir þeim. Framsókn minntist aftur á móti ekkert á þessi kaupgjaldsmál á sínum fundi að öðru en því, að lýsa yfir »ósk« sinni um »samræmingu« kaupgjaldsins, án þess að minnast á nokkra kaupupphæð og því síður að minnast á liækkun. Stórbænd- ur Framsóknar leyfa ekki slag- orðameisturum sínum að leika sér áfrain að þeim eldi. Jafnhliða því að krataþingið sló upp þessum áskorunum til ríkisstjórnarinnar, þá samþykkti það aðra áskorun, sem ríkis- stjórninni verður ljúft að verða við, svo framarlega að verka- mennirnir bindri það ekki. Það er áskorun um það, að verka- menn, sem eru í verklýðsfélög- . unum innan Alþýðusambands- ins, séu látnir sitja fyrir vinnu ogfarið sé eftir tillögum stjórna verklýðsfélaganna um val á mönnum í vinnuna. Á þennan hátt ætla þeir að koma í veg fyrir kauphækkun og gera hér með enn eina tilraunina með að vekja ríg og úlfúð milli sveita-alþýðunnar annarsvegar og verkalýðs í bæjum hinsveg- ar. í vetur gerðu þeir ráðstaf- anir til að útiloka sveitamenn frá vinnu á vertíðinni og rök- studdu það með því, að ef verkamennirnir í Reykjavík sætu fyrir allri vinnu í bænum og hinir útilokaðir, þá mætti leggja atvinnubótavinnuna nið- ur, eins og nú hefir líka verið gert hér í Reykjavík. Þetta er eitt ljóst dæmi af auðvaldsþjón- ustu þeirra. Þeir berjast gegn því, að verkalýður og smábænd- ur sveitanna, sem margir liverjir búa við liin hörmulegustu kjör og síversnandi, geti fengið björg í bú sín yfir vertíðina. Með því vilja þeir í fyrsta lagi spara auðmönnum Reykjavíkur að leggja fram fé til atvinnubóta og í öðru lagi æsa alþýðu til sjávar og sveita hvora gegn ann- ari. — Og með vordögunum ætla þeir að taka upp sama starfið á nýjan leik og færa það upp í sveitina. Nú á að útiloka sveitamennina líka frá vegavinnunni, nema þeir und- irgangist að greiða skatt tilAl- þýðusambandsins til þess að hjálpa krötunum til að reka sína auðvaldsþjónustu áfram. — Og í trausti þess, að þeir liafi völdin í flestum verklýðsfélög- unum, þá ætla þeir að láta stjórnir þeirra velja mennina í vinnuna og þá auðvitað með það fvrir augum, að það séu »rólegir« menn, sem sætti sig við þau kjör, sem ríkisstjórnin úthlutar af náð sinni. Ágætt dæmi um árangur þessarar ráðstefnu er samþykkt, sem gerð var í Yerklýðsfélagi Austur-Húnvetninga, þar sem neitað var að senda fulltrúa á ársþing Y erklýðssambandsNorð- urlands með þeirri forsendu, að Alþýðusambandið hafi tekið »forustuna« í vegavinnumálinu. Þótt gert væri ráð fyrir því, að þeir, er tillöguna samþykktu, bæru fullt traust til einlægni Alþýðusainbandsins í þessu máli, þá sjá allir, hvílík firra það væri að líta svo á, að ekki væri þörf héraðs- og fjórðungs- þinga til framkvæmda á kaup- hækkunarkröfunni. Hitt er greinilegt, að þeir, sem tillög- una hafa samþykkt, eru ýmist ákveðnir kratar í þeim skiln- ingi að ganga vitandi vits með Alþýðusambandsstjórninni að því að eyðileggja alla baráttu í þessu máli, eða verkamenn, sem af ótta við að þeir verði útilokaðir frá vinnunni, ef þeir beygi sig ekki fyrir Alþýðu- sambandinu, þora ekki annað en að greiða atkvæði á þessa lund. Þannig verkar þessi krafa um úthlutun verklýðsfélags- stjórnanna á vinnunni sem svipa á verkalýðinn til að knýja hann til undirgefni. En það má ekki ske. Verka- mennirnir við sjóinn og fátæk sveita-alþýða verða að samein- ast í baráttu sinni gegn auð- valdinu og útsendurum þess. I sameiningu verða þessiraðil- ar að taka upp baráttuna fyrir

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.