Nýi tíminn - 01.02.1936, Side 4
4
N Y I T í M I N N
unum, sem ég þurfti. Út úr vand-
ræðum tók ég fyrst dóttur mína,
Guðrúnu, mér til aðstoðar rúma
viku, þá fékk ég og Þorstein
Oddsson og var hann 3—4 vik-
ur, þar næst eða jafnframt kom
til mín Friðrik Guðmundsson frá
Grímsstöðum á Fjöllum og Jón
Björnsson frá Hrauney, og voru
þeir báðir hjá mér svo lengi sem
ég þurfti. — En svo var annríkt
fyrir mér um skeið, að ég var oft
matarlaus meginpart dagsins og
varð stundum að rífa í mig brauð
og sykur er fyrir hendi var, hafði
yfir höfuð í nokkrar vikur ekk-
ert reglulegt mataræði. Ég gat
ekki aðstaðið að láta þessa föstu
menn vaka, heldur varð ég að
kaupa ýmsa ferðamenn til þess
og stundum máske miður trúa.
.... Þegar fram á haustið kom
og hin harðasta kviða var út-
runnin, var ég rétt að kalla upp-
gefinn á sál og líkama: hugði
um skeið ókleift framhald þessa
fyrirtækis fyrir allskonar óreiðu
sem komin væri á allt í þeim
gauragangi — flutti ég mig þá
upp að Grímsstöðum með bæk-
urnar, en fékk til þess Einar á
Borgarhóli, gætinn og áreiðan-
legan mann að gegna eitthverju
litlu aðkalli eftir gefnum fyrir-
mælum mínum og ávísunum. —
Heima á Grímsstöðum hafði ég
nú Friðrik Guðmundsson hjá
mér nokkurn tíma til þess að
glöggva reikninga og skrifa þá
af — senda hverjum einasta fé-
lagsmanni sinn reikning. — Eigi
voru þá deildarstjórar neitt við
það riðnir og eigi heldur stjórn-
arnefnd. — Ég hvíldi mig nú vel,
átti sjálfur lítið við reikninga —
og fengust þeir þó út viðunandi
ljósir og statusinn ekki fjærri
náttúrulegum hætti. — Skemmd-
ir höfðu verið miklar á vörum úr
skipi, langmest hvítasykri, sem
brotnað hafði og blotnað stór-
kostlega, án þess að mér væri
mögulegt að koma við nokkurri
rannsókn á þeirri vöru áður en
farið væri að afhenda".
Þessi orð Jakobs Hálfdánar-
sonar lýsa betur en nokkuð ann-
að fyrsta starfsári Kaupíélags
Þingeyinga.
Næsta ár gerist ekkert nýtt í
verzlunarsögu kaupfélagsins,
annað en það, að heldur fór verð
það, sem hinir ensku fjárkaup-
menn gáfu fyrir féð, lækkandi
og var það til þess að Jakob
sendi til reynzlu 20 sauði til
Leith á ábyrgð félagsins. Útkom-
an á því varð ekki betri, því þó
að verðið sem fékkst fyrir þá
væri 34 shillingar fyrir hvern,
fengust ekki nema 17 krónur
fyrir þá, er kostnaður hafði verið
frá dreginn.
Á aðalfundi félagsins 1884
kom fram tilboð frá Jóni nokkr-
um Vídalín um að hann útveg-
aði einhvern valinkunnan mann
til þess að annast f lutning á sauð-
um félagsmanna út til Englands
og selja þá þar á ábyrgð fél., gerði
hann mjög glæsilegar reiknings-
áætlanir um þann hagnað, sem
af þessu mætti hafa. Jón þessi
var gjaldþrota kaupmaður úr
Reykjavík. Jakob Hálfdánarson
var hinsvegar frá upphafi mót-
fallinn því að félagið sendi út
vörur á eigin ábyrgð, nema það
væri tilneytt. Þessi skoðun Ja-
kobs varð þó að lúta í lægra
haldi, og haustið 1884 var fyrst
sent út fé á ábyrgð félagsins.
Voru það alls 1838 kindur, þar
af 303 úr Fnjóskadal og Eyja-
firði. Að öllum sauðunum voru
rúmir 230 eigendur og heildar-
upphæðina sem fyrir þá fékkst
nam krónum 33.636.29. Sauða-
verzlunin þetta haust gekk eftir,
óskum.
Árið 1885 varð hnekkis ár,
sauðasalan tókst þá hrapallega
illa. Meðalverð á sauðum kaup-
félagsins varð þá um 11 krónur.
Félag það, sem Vídalín hafði út-
vegað kaupfélaginu sem umbjóð-
anda, fór á höfuðið. Sannaðist
það nú all-átakanlega að rétt
hefði verið, eins og Jakob Hálf-
dánarson hafði haldið fram, að
forðast það 1 lengstu lög, að senda
út sauði félagsmanna á eigin á-
byrgð. Félagið komst í stórkost-
legar skuidir og fékk svo knapt
af vörum upp að ekki var viðlit
fyrir félagsmenn að bjargast af
með það fram á sumar 1886.
Eigi var nokkurt viðlit fyrir með-
limi kaupfélagsins að leita til
„Örum & Wulfs“, „því að frá
byrjun félagsins var það hin
fasta stefna Þórðar Guðjónsen
(verzlunarstjóri Örum & Wulfs)
hjer á staðnum, að halda sem
gleggstum aðgreiningi milli við-
skiftamanna sinna ogkaupfélags-
manna hvað verzlunina snerti.
Vakti hann með allri mögulegri
aðgætni yfir því að félagsmönn-
um yrði aldrei að liði þó nægar
nauðsynjavörur væru í hans
verzlun ef þær voru á þrotum
hjá kaupfélaginu. Þegar svo stóð
á var ekki til neins að bjóða pen-
ingaborgun út í hönd, og svo ná-
kvæm tilsjón var höfð á úttekt
hans eigin verzlunarmanna, að
þeim var eigi mögulegt að miðla
hinum nokkru af úttekt sinni svo
eigi vitnaðist......Það tryggði
og eigi lítið þennan aðskilnað fé-
lagsmanna frá hinum, að nú
hafði sú aðferð verið upp tekin
að hver sá er leitaði eftir ein-
hverjum viðskiftum við verzlun
Ö. & W. varð að skrifa undir
skuldbindingarskjal þess efnis, að
borga upp skuld sína tvisvar á
ári, verzla ekki við nokkurn ann-
an, og borga kr. 50.00 í sekt ef
út af var brugðið í þessu;
annars var ekki gefinn kostur á
eyris virði í verzlun þeirri“. (Kf.
saga J. H.). Þegar svo var kom-
ið var því afráðið að senda hin-
um nýja umboðsmanni, sem
Vídalín hafði útvegað, beiðni um
að senda skip upp þenna veturinn
með helztu lífsnauðsynjar. Var
nú beðið af mikilli þolinmæði og
var víða aðsorfið er skipið G/S
Miaca kom til Húsavíkur 2. apríl
1887. Enda var fregninni um
skipskomuna tekið með fögnuði
um gjörvalla sýsluna.
kannske vilja halda því fram, að
þetta geri ekkert til, útflutning-
urinn sé að aukast og útlenda
verðið orðið svo hátt, að bændur
tapi ekki á þessu. En í fyrsta
lagi er hæsta útlenda verð um
40% lægra en innlenda verðið.
I öðru lagi er útflutningurinn á
kjöti ekki frekar að aukast en
útflutningurinn almennt, sem
bent var á hér að framan, að
frekar færi minnkandi. Með
hverju ári.minnka söluleyfin í
Noregi, skv. Norska samningn-
um, og samanlagður áætlaður
útflutningur af kjötframleiðslu
ársins 1935 er, þrátt fyrir nýja
markaði, 65 tonnum minni en
útflutningurinn af framleiðslu
ársins 1934 og skv. skýrslu Jóns
Árnasonar verður það jafnvel
miklum erfiðleikum bundið að
selja þau 1020 tonn, sem óútflutt
eru af freðkjöti, en sem reiknað
er með í hinum áætlaða útflutn-
ingi.
Hvað mjólkurskipulagið snert-
L6da« og húsbygginga-
mál K. Þ.
Saga kaupfélagslóðarinnar á
Húsavík og húsabyggingar kaup-
félagsins er mjög merkur þáttur
úr sögu K. Þ. Við pöntunarstarf-
semi sína sumarið 1881 varð
Jakob Hálfdánarson algjörlega
að vera kominn upp á náð Ö. &
Wulf verzlunarinnar hvað snerti
bryggjulán, geymslu og afhend-
ingarstað fyrir vörurnar, en
hann hafði grun um að slík
hjálpsemi stæði ekki lengi. Hann
afréð því strax um sumarið 1881
að fala lóð á Húsavíkurbakka
hjá Húsavíkurpresti. Lóðina
.valdi hann, þar sem bakkinn var
lægstur og því bezt fallinn til
uppskipunar. Eftir Grenjaðar-
staðafundinn 26. sept 1881 fór
hann til prests aftur til þess að
gera skriflegan samning, einnig
ætlaði hann sér að stækka lóðina
frá því, sem fyrst var um talað.
Honum brá heldur en ekki í brún,
er hann kemur til prests og frétt-
ir að Þórður Guðjónsen verzlun-
arstj. Ö. & Wulf er búinn að
taka á leigu allan bakkann norð-
ur að, þeim smábletti, sem Jakob
var búinn að fala og prestur því
ekki viljað láta af hendi við Þ.
Guðjónsen. Það er örðugt að
gera sér í hugarlund hver örlög
kaupfélagshugmyndarinnar hefðu
orðið, ef Jakob hefði ekki lánast
að ná þessum bletti á undan Þ.
Guðjónsen.
Vegna reynzlu þeirrar, er Jakob
hafði aflað sér í verzlunarmáium,
var hann orðinn sannfærður um,
að kaupfélagið þyrfti fljótt að
koma sér upp allverulegu húsi,
sem einnig væri íbúð kaupfélags-
stjórans. Á fulltrúafundi K. Þ.
20. febr. 1882 kom það fram að
allir helztu menn í félaginu voru
því andvígir að byggja meira en
einhvern smáskúr til vöru-
geymslu og þar þyrfti engin íbúð
að vera. Jakob hafði þó sitt mál
fram einkum fyrir það, að hann
ir er útkoman alveg tilsvarandi.
1 stað 6 milj. lítra, sem seldar
voru í Reykjavík og Hafnarfirði
áður en skipulagið kom til sög-
unnar, seldi Samsalan aðeins 4.6
milj. lítra á IIV2 mánuði, eða
20% minna en á sama tíma áður.
Um verðið til bænda skal ekki
fjölyrt, aðeins tilfærð orð Bjarna
Ásgeirssonar í erindi hans um
fjárhag landbúnaðarins, þar sem
hann viðurkennir, að ekki hafi
orðið „bein verðhækkun á lítra
svo neinu nemur“.
Skoðanir „N. t.“ og aðvaranir
hans til bænda, hafa þannig á
örskömmum tíma fengið full-
komna staðfestingu reynslunnar,
þótt allir borgaraflokkarnir,
hvort sem þeir eru að nafninu til
í stjórnarandstöðu eða ekki,
skoði bændur eins og óvita og
haldi að hægt sé að leyna fyrir
þeim sannleikanum endalaust.
Verst er að ráðandi menn skulu
vera þeir siðferðislegu aumingj-
ar, að þeir kjósa heldur að sigla
alið á vonleysi um það, að úr
geti ræzt“. (Tíminn 6. jan. sl.).
2. Sala landbúnaðarafurða.
Útflutningur landbúnaðaraf-
urða varð óvenju mikill á síðast-
liðnu ári og verðið hækkaði jafn-
framt um 10—15 % að meðal-
tali, svo að útflutningsverðmætið
jókst um 63%, úr 3.1 í 5.1 milj.
kr. Við þetta er þó það að at-
huga, að útflutningsaukningin
byggist á því, að óvenju mikið
var útflutt af framleiðslu ársins
1934 á fyrra árshelmingi 1935,
en á síðari árshelmingi sama árs
var óvenju mikill hluti fram-
leiðslu þess árs fluttur út. Verður
samanburðurinn við 1934 því ó-
eðlilegur og hinsvegar hlýtur út-
fl. á þessu ári að verða mun
minni en í fyrra. Hvað verð-
hækkunina . snertir, er hún í
sjálfu sér hið mesta gleðiefni,
þó mun stríðsundirbúningur vera
aðal orsökin.
Hvað innlenda markaðinn
snertir, virðist það í fljótu bragði
undarlegt, að hvergi skulu koma
fram skýrslur um kjötsöluna inn-
anlands. En ef betur er að gáð,
verður þetta kannske skiljan-
legra. Á grundvelli þeirra
skýrslna, sem gefnar eru 1 Tím-
anum og Hagtíðindum, um slátr-
unina og kjötútfl. hefir „N. t.“
komist að eftirfarandi ískyggi-
legu staðreyndum:
Af slátrun ársins 1933 voru
seld innanlands 2960 tonn, eða
58% framleiðslunnar, en af
slátrun ársins 1934 ekki nema
2310 t. og af slátrun síðasta árs
er ekki búist við meiri sölu, skv.
skýrslum Jóns Árnasonar, en
2175 t., eða 45% framleiðslunn-
ar. M. ö. o. kjötskipulagið hefir
þrengt innanlandsmarkaðinn um
785 tonn, eða 27% á 2 árum!
Hvorki stjórnar- né Ihalds-
blöðin birta einn staf um þessa
markaðshrörnun, heldur keppast
um að halda þessu leyndu fyrir
bændum. Nú mundi einhver