Nýi tíminn - 01.02.1936, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 01.02.1936, Blaðsíða 7
N Y I T í M I N N 7 uppbyggingu félagsins og betur hefði því vegnað, ef fylgt hefði verið stefnu hans og starfshátt- um. Þessi hugsunarháttur hinna rosknu kaupfélagsmanna í Þing- eyjarsýslu sýnir, að þeir hafa fylgt skoðunum J. H. um eðli kaupfélaganna, og ennfremur hitt, að núverandi forráðamenn þeirra eru í fullkominni and- stöðu við þá alþýðu, sem brauzt í því að stofna hin fyrstu kaup- félög, í túlkun sinni um eðli sam- vinnunnar. Jakob Hálfdánarson var aldrei mjög áberandi þátttakandi í hinni stjórnarfarslegu sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. En án þess að vanmeta þá baráttu, mun hann hafa litið þannig á, að lyk- illinn að raunverulegu frelsi al- þýðunnar sjálfrar væri hennar eigin hagsmunabarátta, og þess vegna bæri fyrst og fremst að leggja megináherzlu á hana. Allt þetta sýnir, að Framsókn- arflokkurinn er ekki arftaki Jakobs Hálfdánarsonar og sam- herja hans, — meginhlutans af hinum fyrstu kaupfélagsmönn- um í Þingeyjarsýslu. Og þegar litið er á starfsferil beggja, þá verður þetta enn ljósara. Ann- \ ars vegar er J. H., sem tekur sig upp frá góðu búi og ver lífi sínu og eignum eftir það til eflingar K. Þ. Hins yegar er nú S. í. S. með 6 hálaunaða forstjóra, og flestallu helztu menn Framsókn- arflokksins í feitum stöðum. Og árangurinn af starf seminni: Vöruverð lækkar um 25 °/0 á Húsavík fyrir atbeina J. H. og samherja hans. En fyrir atbeina Framsóknar- flokksins er alþýða landsins að sligast undir drápsþunga dýrtíð- ar, tolla og skuldavaxta. Það liggur nærri að halda, að J. H. hefði talið þörf samtaka til þess að velta þessum byrðum af bök- um alþýðu, þangað, sem þær eiga heima. ÍI. Þeir, sem muna stofnun Tím- ans og Framsóknarflokksins, minnast þess margir, að þá fór hressandi blær um íslenzkar sveitir. Stefnuskráin hljóðaði um stóraulcnar samgöngubætur, ræktun og húsabætur. Barist skyldi á móti tollum, einokun og milliliðum, en fyrir beinum sköttum á hátekjur og stóreign- ir, fyrir samvinnu í verzlun og framleiðslu og réttlátari skipt- ingu vinnuarðsins í hvívetna, — bæði til sjávar og sveita. Og til baráttu fyrir þessari stefnuskrá völdust þeir menn, sem almennt hafa verið taldir pennasnjall- astir á sviði ísl. stjórnmála í tíð núlifandi kynslóða, Tr. Þ. og Jónas frá Hriflu. Þessir menn túlkuðu stefnuna á þá lund, að hún væri fram komin sem við- reisnarstefna íslenzkrar alþýðu á þeim tíma, þegar sjálfstæðis- baráttunni við Dani var að mestu lokið, og töldu hana arftaka tveggja merkilegra félagshreyf- inga í landinu, kaupfélaganna og ungmennafélaganna. Það var því engin furða, þótt alþýða sveitanna hnigi til fylgis við stefnu þessa og findist þar upp- ljúkast möguleikar til þess að losna af klafa hins 1000 ára gamla frumbyggjalífs, þrældóms og einangrunar. Enda náði Fram sóknarflokkurinn þá þegar þeim tökum á hugum fólksins, sem hann hefir mestum náð. En nú virðist flokkurinn vera á hraðri leið til þess að skera niður þá efnalegu og menning- arlegu starfsem sem fyrir at- beina hans var um skeið hafin í landinu. Samanber niðurskurð á ríkisstyrk til Ræktuna /;óðs, Landnámssjóðs, Búnaðarfélags íslands og annarar búnaðarlegr- ar starfsemi. — Ennfremur má nefna tillögur J. J. á síðasta þingi, er allar gengu í sömu átt — um fækkun barnakennara í sveitum, niðurfellingu 1. bekkj- ar kennaraskólans, niðurfelling á prentun umræðuparts Alþing- istíðindanna og nú síðast um- ræðurnar um takmörkun prent- frelsisins og samtakaréttar al- þýðunnar. Þegar á þessar staðreyndir er litið, þá verður manni fyrir að spyrja: Hvað veldur því, að flokkur, sem fer svo glæsilega af stað og lofar svo miklu, skuli nú verða að lúta svona ömur- legum örlögum? Þó undarlegt sé, þá er skýr- ingin gefin í sjálfu málgagni flokksins, „Tímanum", 4. febr. 1933. Það er smáletursgrein á lítið áberandi stað í blaðinu á þessa leið: „Það er alveg sjálfsagt að freista að gera kraftaverkið, að láta rósir umbótanna spretta í forarmýri íhaldsmennskunnar'h I þessari litlu klausu er stai'fs- háttum Framsóknarflokksins lýst á þann veg, að ekki er bet- ur hægt. Forustulið flokksins hefir alla tíð verið að brjótast um í þess- ari „forarmýri íhaldsmennskunn- ar“. Þeir hafa aldrei -séð út fyrir þessa mýri, en suma þeirra hefir í æsku sinni dreymt um fögur blóm og stærsta hugsjón þeirra og einasta þrá hefir verið að gróðursetja eitthvað af þessum blómum í — „forarmýri íhalds- mennskunnar“. Þetta eru svip- aðir starfshættir og óvita barna, sem slíta upp fegurstu blóm hins gróandi vors til þess að skreyta með moldarkökur sínar. I stað þess að rista mýrina fram, svo að hismið og óþverr- inn, sem ofan á syndir, fljóti burt og gull jarðvegsins fái að njóta sín til þess að verða vagga hins fegursta gróðurs, hamingju og vaxandi menningar. Eftir þetta tveggja áratuga brölt í „forarmýri íhalds- mennskunnar“ er foringjalið flokksins orðið henni nolckurn- veginn samlitt og samdauna og snýst nú með ákafri heift gegn öllum þeim, sem vii'kilega vilja rista þessa mýri fram, og gerast á þann hátt hinir ötulustu for- mælendur hennar. Þannig er ný komið högum ,,byltingamannsins“ Jónasar frá Hriflu og helztu samstarfsmanna hans. III. Hinn vinnandi alþýða þessa lands, sem aldrei hefir þekktfrels- ið í veruleikanum, heldur aðeins í fegustu draumum sinurn og heitustu þrám, hélt eitt sinn, art kaupfélögin og Framsóknarfiokk- urinn rnundu bera þessa drauma og þrár fram til sigurs. Sýnt hefir verið frarn á það hér að framan, að þessir aðilar hafa brugðist trausti alþ5rðunnar í þessu efni og gera nú allt, sem í jxeirra valdi stendur, til þess að sverja af sér upprunalegt inni- hald kaupfélaganna og allar þær vonir, sem Framsókn vakkti í upphafi um frjálsa, djarfhuga hamingju sarna alþýðu á vel- byggðum og velræktuðum býl- um. er settu svip sinn á íslenzka jörð. Einna berast kom þetta fram nú í sambandi við aldarafmæli J. H. Nýja Dagblaðið minnist þess ekki, Tíminn ekki heldur og það hefði einnig farið framhjá útvarp- inu, ef ekki hefðu legið til þess þær ástæður, er nú skal greina. Nánustu aðstandendur J. H. höfðu farið fratn á það við út- varpsráð að Jóhannes úr Kötl- utn fengi að tala í útvarpið í til- efni af aldarafmælinu. En því var sinjað fyrir tilverknað útvarps- stjóra og S. í. S. Var þá gripið til þess, sem einsdæmi mun vera, að fá annan mann til verksins þvert ofan í tilmæli aðstandenda. Jakob Hálfdánarson varði lífi sínu og starfskröftunx til þess að höggva sundur fjötra þá, sem á Til velunnara Eftir nálega árslanga hvíld hef- ir N>d tírninn göngu sína að nýju. Þetta hlé á útgáfu blaðsins staf- ar fyrst og fremst af fjárskorti og einnig af hinu, að starf nefnd- arinnar var mjög í molum síð- astliðið ár vegna fjarveru nefnd- armanna úr bænum í vor og surnar og allt fram á vetur, en þó einkurn og sér í lagi vegna þess, að félagi Gui\nar Bene- diktsson, sem verið hefir formað- ur nefndárinnar frá upphafi, er nú fluttur ti! Eyrarbakka og starf- aði því ekki reglubundið í nefnd- inni s. 1. ár svo senx hann gerði áður. Starfsemi hans meðal sveitafólksins er þó ekki fallin niður fyrir því. Nú er rnynduð stór flokksdeild austanfjalls mest fyrir forgöngu hans. Þó N. t. megi sakna starfskrafta hans, þá er hitt þó gott, að vita hann starfandi að málefnum flokksins, þó á öðrum vettvangi sé. Þó útgáfa blaðsins hafi legið niðri um skeið, þá hafa þrátt fyrir það gerst ýms tíðindi í hinni byltingarsinnuðu hreyfingu sveitanna, sem gott er að minn- ast, sem benda til þess, að hún sé að öðlast fastara og ákveðn- alþ5rðunni hvíldu vegna verzlun- areinokunarinnar. Það vita allir. En hitt vita færri, að J. H., sem skilgetinn sonur fátækrar alþýðu fann þau sannindi í æsku sinni, að alþ5rðan „átti ekki sitt eigið föðurland" eins og hann orðar það sjálfur og eins hitt að sá einn átti landið, sem ræktaði það og nytjaði til fulls. Hann varð því einn meðal fyrstu formæl- enda hins ,n5rja landnáms", er hann kallaði svo, framkvæmdu af frjálsum mönnum til þess að verða enn frjálsari. ]»að er nokkurnvegin víst, að J- H. heflr ekki horft út fyrir hið borgaralega þjóðfélag í þrá sinni og starfi fyrir rneiri umbótum. En hitt er jafnvíst, að hann var til muna langsýnni og raunsærri í hugsun og starfi hefdur en flest- ir samtiðarmenn hans. Og draum- urinn urn frelsi hinnar fátæku al- þýðu varð aðalinntakið í lífi hans. Þessvegna er líf hans og starf varanleg verðmæti í minningum alþ5rðunnar og reynslu. Þess- vegna verður hver sá, sem at- huga vill söguna um baráttu al- þ5rðunn fyrir frelsi, að líta með sérstakri athyggli til J. H. Og þessvegna er það, að Kommún- istafl., sem nú berzt virkilegri bar- áttu fyrir frelsi alþýðunnar, getur minnst J. H. að verðleikum. Þessvegna er það Kotnmún- istafl. einn, sem getur hafið merki J. H. og haldið baráttunni áfram, þar sem hann varð að hætta. Og það ei* Kommúnistafl., sem að lokum mun bera æðstu hugsjón hans — hugsjónina urn frelsi al- þýðunnar fram til sigurs. Nýja tímans aðara innihald og meiri þrótt en áður. Myndaðar hafa verið fjórar ílokksdeildir í sveitum á síðast- liðnu ári: Barðaströnd, Hrúta- firði, Reykjadal S.-Þingeyjar- sýslu og síðast í Árnessýslu og von er nokkurra fleira nú alveg á næstunni. Stofnun þessara deilda hefir stórmikla þ5rðingu. Segja má, að með þeim sé stig- ið svo að segja fyrsta sporið I virkilegri sókn Kommúnistafl. út í sveitirnar. og þetta spor eykur þá skyldu, sem á flokkn- um hvílir, um framhaldandi starf að hagsmunamálum sveita- alþýðunnar, því kreppan léttist lítið á bökurn alþýðunnar þó eitt- hvað rætist úr í bókum S. í. S. Það verður hlutverk N. t. framvegis eins og áður, að rann- saka efnalegt ástand alþ5rðunnar og pólitískt viðhorf hennar, kynna úrlausnir K. F. 1. í hinum ýrnsu málum og gefa alþýðu- manna í sveitum landsins ráð og leiðbeiningar í baráttu hennar, byggðar á staðreyndum stétta- baráttunnar. Hinsvegar er það skylda já- bræðra okkar f hinum dreyfðu byggðum, að gefa okkur uppl5rs- ingar um ás.tand og tíðindi líð-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.