Nýi tíminn - 01.02.1936, Side 8
8
N Y I T I M I N N
andi stundar á hverjum stað og
reynast skilvísir á árgialdi sínu
til blaðsins.
En alveg sérslök skylda hvílir
á félögum okkar í hinum nýju-
sveiíadeildum í pessu efni, Þaö
er Ivímælalausf ein peirra meg-
in skylda, að gera silf fil pess
að Nýi líminn geti orðið virki-
legt barállumálgagn íslenzkrar
sveilaalpýðu. Skorar N- 1. a pá
að framkvæma aætlun pá, sem
peim var gerð 1 bréfum fyrir
áramólin.
Með fullu trausti til framtíðar-
innar hefir*blaðið nú göngu sína.
Frá síðasta Alþingi
Síðasta Alþingi mun vera
lengsta og langdýrasta þing, sem
háð hefir verið hér á landi.
Slíkt væri þó eigi svo mjög
ámælisvert, ef að störf þess hefðu
sýnt, að ‘leitast hefði verið við,
að ráða fram úr þeim vandamál-
um alþýðunnar, sem brýnust
þörf var að leysa, en því fór
mjög fjarri. Sú stefna, sem hefir
ríkt á Alþingi undir forustu
íhaldsins, ríkti þar enn undir
stjórn Framsóknar og jafnaðar-
manna.
Þau lög, sem stjórnarfiokkarn-
ir hafa haldið einna mest á lofti,
eru lögin um alþýðutryggingar.
Ná þau yfir sjúkra- slysa- elli-
örorku- og atvinnuleysistrygg-
ingar. Enda þótt þessi lög snerti
meira verkalýð í kaupstöðum
heldur en fólk til sveita, þá verð-
ur samt að taka þau til athug-
unar, ekki sízt þar sem þau eiga
að afsaka að mjög miklu leyti
þá gífurlegu tollaaukningu, sem
samþykkt var á þinginu. Sér-
staklega verða ellitryggingarnar
gerðar að umtalsefni hér.
í 49. gr. tryggingarlaganna
segir svo:
„Sérhver tryggingarskyldur
maður, karl og kona“ (trygging-
arskyldir eru allir frá 16 áraaldri)
„skal árlega greiða í Lífeyrissjóð
íslands sem nemur:
1. 7 krónum fyrir þá, sem
heimilisfastir eru í kaupstöðum,
6 krónum fyrir þá, sem heimilis-
fastir eru í kauptúnum þeim
er hafa yfir 300 íbúum og 5
krónum fyrir þá, er annarsstað-
ar eru heimilisfastir.
2. Einn af hundraði af skatt-
skyldum árstekjum".
Eins og sjá má á þessu, þá
er það ekki svo lítill skattur,
sem lagður er á alla alþýðu með
þessum iðgjöldum. Það verða
áreiðanlega mörg sveitaheimili,
sem þurfa að borga 40—50 krón-
ur árlega í Lífeyrissjóð íslands,
og er slíkt óneitanlega tilfinnan-
leg útgjöld, auk alls annars. Það
mætti þvi búast við að þeir, sem
trygginganna eiga að njóta,
mættu una vel sínu hlutskipti,
en það er langt frá því. Þeir,
sem nú eru 67 ára og eldri, fá
ekki neitt úr þessum sjóði, en þeir,
sem nú eru 16 ára geta átt von
á því að fá 300 krónur árlega
eftir 50 ár. Þeir, sem nú eru 50
ára og greiða iðgjöld i 17 ár, fá
30 krónur á ári eftir það.
Þetta er nú öll rausnin.
það er vitanlega krafa alþýð-
unnar, að tryggingarmálunum sé
komið í viðunandi horf, en það
verður að gerast án þess að hún
sé skattlögð svo sem hér hefir
átt sér stað, heldur verður að
krefjast þess, að farin sé sú leið,
sem K. F. í. hefir bent á.
Ennfremur má nefna lög um
„Erfðaábúð og óðalsrétt“. Með
þeim lögnm er fyrst og fremst
stefnt að því, að mynda stór-
bændastétt, nokkurskonar sveita-
aðal, með svipuðu sniði og nú
er í Þýzkalandi. Þá er benzín-
skatturinn. Árið 1927 flutri Ól.
Thorsjdrumvarp um benzinskatt,
og skyldi honum varið til vega-
gerða. Nú hefir stjórnin tekið upp
þetta ráð Ól. Thors og lagt há-
an skatt á benzínið. Enn má
nefna lög um skylduvinnu ung-
linga gegn skólaréttindum. Lögin
eru þó einungis heimild fyrir
sýslu- og bæjarfélög til þess að
starfrækja slíka skóla, og þarf
samþykki as allra kosningabærra
manna í sýslunni, til þess að
stofna hann. í lögunum er gert
ráð fyrir, að hver 18 ára karl-
maður skuli vinna 7 vikur að
vorlagi störf í þarfir sýslu- eða
bæjarfélags, gegn ókeypis húsa-
vist og kennslu einn vetur í
skóla. Með öðrum orðum ætlast
til að unnið sé í 7 vikur fyrir
því, sem nú er tekið með sköla-
gjöldum. Má því segja, að lengi
geti vont versnað.
Þau skólagjöld sem nemend-
ur alþýðuskólanna verða að greiða
nú, munu vera 100 krónur yfir
veturinn, og er slikt vitanlega
allt of hátt, miðað við þau kjör,
sem fátæk sveitaæska á við að
búa. En hvað mundi þessi breyt-
ing þýða ?
Hún þýðir það, að fyrir þvi
sem hVer 18 ára maður getur
unnið á 3 vikum nú, þarf hann
að vinna 7 vikur ef að þetta
frumvarp kemst í framkvæmd,
hún þýðir það, að mest öll sú
vinna sem að mörg sýslufélög
láta framkvæma, verður unnin í
þegnskylduvinnu, og með því
eru fátækir bændur og aðrir
sveitaverkamenn sviftir þeirri at-
vinnu. Þarna er verið að gera
nýja tilraun með að velta byrð-
um sýslufélaga og ríkis, yfir á
herðar verkamanna og fátækra
bænda, undir því yfirskini, að
verið sé að hjálpa hinni fátæku
en menntunarfúsu sveitaæsku.
Gegn þessu verður alþýða til
sveita að rísa, og hindra að slík-
ar aðgerðir komist íframkvæmd,
en heimta aftur á móti miklu
meiri framkvæmdir, t. d. vega-
gerðir o. s. írv.
Að endingu skal stuttlega
drepið á fjárlögin, sem eru þau
hæstu, sem hafa verið samþykkt.
Nýi iíminn
gerir fyrsf og fremst þá
kröfu iil iðnaðarins í land-
inu, að hann slandi í öllu
framar gamla tímanum.
FlX-pvottaduft
°g ^
MÁNA-stangasápa
er framleitt eftir hinum
ströngu kröfum
nýj a tímans
og fullnægja því jafnvel
hinum ströngustu kröfum
nútímakonunnar.
Er það skýrt á þann veg, að nú
eigi að fara eftir þeim, og einn-
ig að nú sé varið svo miklu fé
til hagsbóta fyrir hinár vinnandi
stéttir.
Það mun að vísu vera veitt
meira fé til verklegraframkvæmda
heldur en árið 1934, en þó eigi
nærri því svo, sem þurft hefði.
Aftur á móti hefir eigi verið
skorið neitt við neglur fjárveiting
til þings og stjórnar o. f 1., hefir
fjárveiting til þessa hækkað um
rúml. */» milj. lcróna. Slik eyðsla
mun áreiðanlega ekki vera í
samræmi við vilja hínna fátæku
bænda og verkamanua, og ber
því að víta hana harðlega.
Hið vinnandi fólk, sem berst
nú hinni hörðu baráttu fyrir líf-
inu við fjárhagsörðugleika og
minnkandi atvinnu, htýtur að
gera kröfur til þess, að fulltrúar
sem það hefir kosið til Atþingis,
breyti um pólitik, fylgi fram
þeim kröfum, sem þeir hafa lof-
að að berjast fyrir.
Daufheyrist þeir, sem nú telja
sig fulltrúa hinna vinnandi stétta,
við þessum kröfum, verður al-
þýðan að finna aðrar leiðir, og
leiðin sem hún mun finna og
fara, er leið samfylkingarinnar.
Undir það merki skipa sér æ
fleiri og fleiri alþýðumenn og
konur um allan heim. íslenzka
alþýðan mun einnig skipa sér t
þá sveit og berjast þar til sigurs.
Frá Spáni
Bandalag allra alþýðuflokkanna
vann stórkostlegan signr í kosn-
ingum þeim, er fram fóru nú fyrir
skömmu. Stjórn hægriflokkanna
varð að hröklast frá völdum, en
við heflr tekið stjórn undir for-
ustu flokks á borð við isl. Fram-
sóknarflokkinn. Það mál, sem nú
bíður órlausnar á Spáni, er að
taka landið af stórjarðeigendum
og gefa það bændum til afnota.
Stjórnin verður að framkvæma
þetta þegar í stað, eða að víkja
fyrir byltingastjórn verkamanna
og bænda eins og gerðist í Rúss-
landi 1919.
Ritstjöri: Ingólfur Gunnlaugsson
Víkingsprent