Bræðrabandið - 01.09.1935, Blaðsíða 4
44
BRÆÐRABANDIÐ
inálsvörn hinna kúguðu og
lækning liinuni sjúku og þjáðu.“
Notum því livert tækifæri til
að vinna þetta góða verk með-
an enn heitir í dag; hver veit
nær peningar stoða ekki lengur
og sú nótt kemur, þegar enginn
getur unnið.
Biðjum fyrir haustsöfnunar-
starfinu.
Jóh. G. Jónsson.
Draumur — vUvörun.
Kæru systkini! Eins og ykk-
ur nnin þegar kunnugt, hafa
þessir síðastliðnu tímar verið
mér miklar reynslustundir, en
jeg er Drottni þakklálur fyrir
þær, því ég hefi nú lært ýmis-
legt, sem jeg þekkti ekki áður.
Það er stundum ekki fvrr en
dauðans kalda hönd ógnar með
valdi sínu, að maður í sannleika
vaknar til meðvitundar.
Síðastliðna nótt lá ég og hugs-
aði um framgang starfsins og
starf okkar í vetur, þá rann eins
og nýtl ljós upp fyrir mér.
(Hvort það var í svefni eða jeg
var vakandi, get jeg naumast
sagl um). Mér þótti Jesús
standa og horfa á mig með sínu
alvörufulla og lirygga augliti.
Um leið var sem jeg sæi allt
mitt liðna líf líða fram hjá mér,
og gladdi mig ekki sumt af þvi,
sem ég þá leit. Eftir nokkura
stund segir hann með rödd, sem
ekki er unnt að lýsa:
He.fi ég ekki fyrir mörgum
árum úlvalið þig til að vera
varðmaður yfir múrum Zíon-
ar? Satan hefir krafist þín til
að sælda þig, en ég hefi beðið
fyrir þér. Það eru engin lak-
mörk fyrir þeirri blessun, sem
ég vil úthella yfir ykkur öll, ef
þið aðeins viljið taka á móli
henni. Enn þá eru sálir í hundr-
aðatali á íslandi, sem leita mín;
ég vil leggja þér orð í munn; en
gættu þín. Ef þú gætir séð með
öðrum augum, mundir þú sjá
mina þjónustubundnu anda,
englana, önnum kafna við að
hjálpa þjer. En þú Iiefir ekki
verið á verði á múrunum; þú
hefir látið óátalið þó að sumt
hafi viðgengist, sem útilokar
blessun mína, og ég hefi orðið
að takmarka hana. Ef þú vilt
vera mér trúr, þá skal ég sýna
þér hvað mér er viðurstyggð.
Hugsaðu um hinar mörgu leit-
anth sálir, sem koma til að
heyra mitt orð af þínum vör-
um; margar þeirra leita mín
einlæglega í einrúmi. Þið ættuð
að vera þeim athvarf; en gætir
þú og aðrir í söfnuðinum horft
á auglit mitt á hinum mikla
degi, sem bráðum keinur, hor-
ið höfuðið hátt og sagt: „Við
höfum notað pundið réttilega?“
Getið þið heiðrað niig með ó-