Bræðrabandið - 01.09.1935, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.09.1935, Blaðsíða 8
48 BRÆÐRABANDIÐ Seni dæmi um þær raunir, sem kristniboðar mæta, skulum við í sem stj'tzu máli skýra frá eftirfarandi sorglega atburði, er átti sér stað fyrir stuttu síðan. Bróðir og systir Tranborg starfa í Sierra Leone, Yestur- Afríku. Á seinni árum hafa þau starfað lengra inni í landinu. Br. Tranborg fór fyrst einn þangað úl, en síðan kom fjöl- skyldan, str. Tranborg og tvö börn, nokkru seinna, til að vera hjá honum um tima. Einn dag var litli, þriggja ára drengurinn þcirra, Eiríkur, úti að leika sér. Um kveldverðar-leytið kom liann hlaupandi inn til mömmu sinnar, liélt um magann og sagði: „Mamma, mér er illt í maganum". Hann fékk lirátt liáan sótl- hita, og með því að þau voru útilokuð frá að geta fengið skjóta læknishjálp, reyndu þau að gera fyrir bann allt, sem kringumstæðurnar f rekast leyfðu. Um miðdagsleytið næsta dag var litli sonur þcirra orðinn svo veikur, að br. Tranborg sá ekki að bann gæti annað gert en að fara hina 80 km löngu lcið eftir lækni og skilja konu sína eftir eina hjá börnunum. Einni stundu eftir að bróðir okkar var lagður af stað i ferð- ina, andaðist litli drengurinn. Við getum varla gert okkur fulla grein fvrir því, hve erfitt þetta var fyrir Karen Tranborg, einmana, sem hún var, að verða að veita litla drengnum sínum náhjargirnar þarna úti í villi- kjarri Afríku langt burtu frá vinum og ættingjum, eins og það líka var mikil sorg fyrir Ijr. Tranborg, er liann um kvöldið kom aftur með læknir- inn með sér, að komast að raun um, að Eiríkur litli var ekki lengur lifs. Þetta skeði 5. apríl 1935. Daginn eftir urðu þau að jarða hann. Br. Tranborg varð sjálfur að smiða litlu kistuna, sem litli sonur þeirra var lagð- ur i í síðustu náttklæðunum sínum, er str. Tranborg varð sjálf að sauina handa honum. Þctta befur sjálfsagt ekki verið létt verk fyrir þessa kæru for- eldra. Við samhryggjumst br. og str. Tranborg í sorg þeirra og biðjum þess, að Guð megi vera hjálpari þeirra, styrkur og huggun. Við vitum, að þau fá að mæta litla Eiriki sínum aftur á morgni upprisunnar. Minnumst kristniboða vorra í bænum vorum. P. fí. N. Ritstj.: O. Frenning. Ilerbertsprent, liankastræti 3.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.