17. júní - 01.11.1923, Blaðsíða 1
Prófessor, dr. phil. Valtýr Guðmundsson.
\J ALTÝRGUÐMUNDSSON erfædd-
ur 11. mars 1860 á Arbakka í
Húnavatnssýslu; faðir hans var skrif-
ari hjá sýslumönn-
um í Húnavatns-
sýslu, en afi Valtýs
í föðurætt var kunn-
ur alþýðu fræðimað-
ur, Einar Bjarna-
son frá Mælifelli;
hann samdi með-
al annars »Fræði-
mannatal«. Faðir
Valtýs unni Hka
bóklegum fræðum,
hann var skáld gott
og átti handritasafn,
80 handrit, en að
þeim arfleiddi hann
Bókmentafjelagið.
Valtýr misti föður
sinn fjögra ára að
aldri og ólst upp
hjá móður sinni,Val.
disi Guðmundsdóttur; þau munu hafa
lifað við fremur þröngan kost. Valtýr
hafði fengið löngun til bóknáms í arf
eftir föður sinn og afa, en vandamenn
hans töldu honum ekki kleift, fátæktar
vegna, að ganga lærða veginn; sjálfur
var hann samf hvergi deigur, og loks
fjekk hann vilja sínum fram komið og
gekk inn í Latínu-
skólann í lieykja-
vik árið 1877. Sex
árum síðar tók hann
stúdentspróf með 1.
eink. Að loknu
stúdentsprófi fór
Valtýr til háskólans
í Kaupmannahöfn,
til þess aö nema
norræn fræði, há-
skólaprófi lauk hann
eftir hálft fjórða ár.
Tíminn, sem til há-
skólanámsius hafði
farið, var óvenju
stuttur, en prófið
var engu að síður
óvenju gott. Valtýr
hafði menningar-
sögu að kjörsviði,
og var sex vikna ritgerð lians auðvit-
að um það efni; í henni hrakti Valtýr
ýmsar kenningar, sem fræðimenn höfðu
áður talið óyggjandi, og fjellust háskóla-
kennararnir á skoðanir Valtýs. Tveim-