17. júní - 01.11.1923, Blaðsíða 3
17. JUNI
75
hafa verið mjög misskilin á Islandi, en
varla gefcur hjá því farið, að menn sjái
einhvernfcíma, hversu mikla vík hann
reri á Danastjórn, með því að fá til-
boð um þær tilslakanir, sem fólgnar
voru i frumvarpi hans. Valtýr braut
ísinn á Hægri stjórninni, og það hefur
auðvitað verið honum fagnaðarefni,
þegar í stað hennar kom frjálslynd
stjórn, sem veitti meira en hann fjekk
framíkomið. — Dr. Valty'r fjell í Vest-
mannaeyjum 1902 og safc því ekki á
aukaþinginu það ár, en kjörbilið 1903 —
1907 var hann, ásamt Birni Kristjáns-
syni, þingmaður Gullbi'ingu og Kjósar-
sýslu; síðast var hann þingmaður Seyð-
isfjarðar kaupstaðar 1911—13. Valtýr
var jafnan hinn nýfcasfci þingmaður og
ljet fjölda mála til sin taka; munu störf
hans í opinberum málum verða taliu
þung á metunum, þegar að því kemur,
að menn líta á þau án misskilnings og
hleypidóma. — Valtýr mun hafa tekið
sjer nærri rangláta dóma og hatur, sem
hann hefur orðið fyrir af ýmsum lönd-
um sínum á síðari tímum.
Vegna liinna miklu afskifta af pólitík,
liafa vísindastörf Valtýs orðið minni en
ella mundi, og menn gerðu sjer vonir
um, eftir hinni ágætu byrjun. Bó hef-
ur hann samið ýmsar rifcgerðir stærri
og smærri, vísindalegs efnis. A árun-
um 1895—1917 gaf hann úfc tímaritið
»Eimreiðina«, er efiaust má telja með
bestu íslensku timaritum á síðari ára-
tugum. Um aldamófcin 1900 samdi hann
bókina >Om Islands kulfcur ved aar-
hundredskiftet 1900« og hefur hún hlot-
ið einróma lof. Nú, síðan Valtýr liætti
þingmensku, hefúr hann aífcur tekið til
vísindastarfa, og í fyrra kom út eftir
hann bók um málfræði íslenskrar tungu
nú á dögum. Bók þessi gerir mjög
ýtarlega grein fyrir beygingum og orð-
myndum nútiðarmálsins, og hefur að
geyma margar skarplegar athuganir.
Nú nýlega he’fur V. Gf. þýfcfc á dönsku
sögur Rannveigar eftir Einar H. Kvar-
an. — Árið 1920 varð V. G. prófessor við
Khafnarháskóla í íslensku máli og bók-
mentum, hið fyrra embætti hans var
lagt niður.
V. G. kvæntist 1889 Önnu systur
Jóhannesar, nú bæjarfógeta í Reykja-
vík, hún andaðist 1903 eftir langfc
heilsuleysi.
Valtýr er góður lieim að sækja og
gestrisinn að íslenskum sið. Vinum
sínum er hann hinn besti og tryggasfci.
og svo mun um marga, sem einusinni
hafa verið vinir Valtýs, að þeim verð-
ur ekki >sama um hann«, þótfc eitthvað
slettist upp á vinskapinn. I umtali um
mótstöðumeun sína er hann mjög rjefct-
dæmur, enda er hann manna rólynd-
astur, þótt hann standi í hörðum deil-
um. Meðan Valtýr fjekst við pólitík,
var það sögn manna í kjördæmum hans.
að á þingmálafundum sæisfc ekkiannað
en að honum væri alveg sama um
árásir, sem hann varð fyrir, þótt ærið
harðar væru.
Prófessor Valtýr Guðmundsson verð-
ur 64 ára 11. mars í vetur. Vjer ósk-
um honum góðra og langra lifdaga.
B.