17. júní - 01.11.1923, Blaðsíða 12

17. júní - 01.11.1923, Blaðsíða 12
84 17. JUNI ryðjandi hjúkrunarmála á íslandi og mikið unnið þar að liknarstarfsemi. ISLANDS UNGDOM heitir grein er hr. Aage M. Benedictsen hefir nýlega skrifað í mánaðarritið »Ungdommens Blad«. Hún segir frá uppruna ung- mennafjelagsskapar á íslandi, starfsemi Ungmennafjelaganna og aðaltilgangi þeirra. Segir hann að aðal tilgangaur þeirra hafi verið sá, að útrýma áfengis- nautn á Islandi og »að klæða landið*. Greinin er vel skrifuð og fjörugt. ÍSLENDINGAMÓT verður, eins og venja er, 1. des. Að þessu sinni er boðið á mótið ýmsum dönskum stjórn- málamönnum, sem voru riðnir við sam- bandslögin 1918, m. a. I. C. Christen- sen og Hage, og núverandi sáttmála- nefnd: próf. E. Arup, F. J. Borgbjerg ritstj. og Krag, innanrikisráðh. Enn- fremur Neergaard forsætisráh. og fyrv. forsætisráðli. Zahle. UM PASSÍUSÁLMANA (mál og stil) talaði próf. Finnur Jónsson á síðasta fundi stúdentafjelagsins. ÍSL. GUÐSPJÓNUSTA verður í Nikulásarkirkju sunnud. 2. des., 25. des. (jóladag) og 1. janúar (nýársdag). Á FEBÐ eru hjer forsætisráðlierra Sig. Eggers (kemur yfir England), Egg- ert Claessen bankastjóri og Sigurður Sigurðsson, forstjóri Búnaðarfjelags Is- lands, nýkominn frá Grænlandi. TIDENS KVINDER flutti nýlega mynd af Einari H. Kvaran og gat þess að hann væri meðal þeirra, er til mála kæmu við úthlutun friðarverðlauna Nobels. UM PÓEU MELSTEÐ ski ifar Eann- veig K. Sigbjörnsson í »The American Scandinavian Eeview«. Fylgir grein- inni mynd af Melsteðs hjónunum. Evrópa í dag. FYEIE fimm dögum baðst þýski ríkiskanslarinn, Gustav Strese- mann, lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt; hann krafðist traustsyfirlýsingar af ríkisþinginu en hún var feld með 280 atkv. gegn 155, lausnarbeiðni ráðuneyt- isins var sjálfsögð afleiðing þessara úr- slita. Stresemann tók við stjórn 13. ágúst s. 1. með stuðningi sósíaldemokrata og allra borgaralegra flokka nema hins ihaldssamasta, auk þess flokks voru aðeins kommúnistar stjórnarandstæðing- ar. Flokkur kanslarans sjálfs var í hægra fylkingararmi hins mikla banda- lags. Stresemann fjekk betri viðtökur innan og utan Pýskalands en nokkur annar kanslari eftir ófriðinn. í blöðum viða um lönd var spáð vel fyrir hon- um, meira að segja frönsk og belgisk blöð tóku honum heldur vel en illa. Pegar er nýja ráðuneytið var komið til valda, var farið að leggja meiri áherslu en áður hafði gert verið, á það, að ná. samningum við Frakka um Ruhr-máliu, Frakkastjórn vildi ekki við Pjóðverja tala, nema því að eins, að hinni óvirku mótstöðu vrði hætt skilyrðislaust, og hinn 23. september ákvað þýska stjórn-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.