17. júní - 01.09.1924, Page 5

17. júní - 01.09.1924, Page 5
37 17. JUNÍ En hún er þannig, að sjúklingar þessir fá á hverri klukkustund, frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin 180 cm3, eða lítinn bolla af volgri, soðinni nýmjólk og ekkert annað nema á milli mjólkurskamtanna eina teskeið af brendu magnesínpúlveri blandað með dálitlu af kolasúru natroni og stundnm örlítið af Vismúth. Annars fá þeir engin meðöl eða aðgerðir. bessi aðferð lækn- ar næstum öll magasár, einnig þau sem blæðir mikið úr í fyrstu, á einum eða tveimur mánuðum. í flest öllum hitasóttum er mjólk og mjólkurmatur besta og hollasta matar- hæfið. Sem hreint læknislyf hefir mjólkverið allmikið notuð á seinni árum og hafa margar tilraunir verið gerðar síðustu árin með mjólkur innspýtingum við margvísleguin sjúkdómum, og margir læknar víðsvegar um heim skýra frá góðum árangri af þessum aðferðum. Þess ber þó að geta, að ýms önnur eggjahvítuefni hafa einnig verið notuð með svipuðum árangri en engin hafa gefist jafnvel eða betur en mjólk. Aðferðin er í því fólgin að frá V2 til 10 cm3 af nýmjólk, sem soðin er í 10 mínútur í vatnsbaði, er spýtt inn-í lendavöðva sjúklinganna. Stundum nægir ein innspýting en stundum verð- ur að gefa þær annan aða þriðja hvern dag í nokkurn tíma. Verkunin er fólgin í því að sjúklingarnir fá hærri líkams- hita án annara óþæginda, að rauðu blógkornin aukast að miklum mun, samkvætnt tilraunum þeirra Skreibmúll- ers og Biers, og að í blóðinu mynd- ast móteilur gegn bakteríum og bak- teríueitri ýmsra sjúkdóma. En þar að auki stælast hvítu blóðagnirnar og önnur varnarmögn líkamans í barátt- unni gegn óvinum þeirra, bakteríunum. bað var prófessor Urma í Hamborg, sem hóf þessar lækninga-tilraunir í lok síðustu aldar og beitti þeim með nokkr- um árangri gegn holdsveiki. Seinna fetaði hinn franski læknir Pirquet í hans spor með áþekkar tilraunir. En Þjóðverjinn R. Schmidt var sá fyrsti, sem notaði soðna mjólk til innspýtinga við margskonar aðra sjúkdóma, svo sem blóðsótt (Dysenteri), koleru, heima- komu, taugaveiki, stífkrampa, skarlats- sótt, og meira að segja halda allmargir læknar því fram, að þessar mjólkur- innspýtingar gefist eins vel við barna- veiki eins og blóðvatnsinndælingarnar frægu og alkunnu. Einnig hafa þær í mörgum tilfellum reynst vel við inargs- konar húðsjúkdóma og ýmsa fylgifiska kynsjúkdóma, ennfremur við margskon- ar geðveiki, flogaveiki, en einkum og sérílagi við ýmsa eyrna- og augna-sjúk- dóma, svo sem hornhimnu- oglithimnu- bólgu, greftri milli linsu og hornhimnu (Hypopyon), en þó sjerstaklega við alla augnasjúkdóma, sem orsakast af kynsjúkdómum. Þessar lækningatilraunir með mjólk- urinnspýtingum eru auðvitað enn á byrjunarstigi, en rannsóknunum heldur áfram um allann heim, og alt virðist benda á, að hjer sje að ræða um lækn- ingaaðferð, sem eigi mikla framtíð fyrir sjer og nruni geta hjálpað mörg- um bágstöddum sjúklingum frá sjúk- dómi og þjáningum. En hvað sem þessum sjerstöku mjólk-

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.