17. júní - 01.09.1924, Page 6

17. júní - 01.09.1924, Page 6
38 17. JUNÍ urlækniiigum viðvíkur, þá er það áreið- anlegt, að mjólk er hollari fæða en flestir vita ljósa grein á. Menn ættu að drekka heita mjólk kvöld og morgna í slaðinn fyrir kaffi og te. Mjólk er ágætt húslyf í mörgum sjúkdóms- tilfellum. Ekkert er betra við kvefi og hæsi en emsarsalt í heitri mjólk. Eftir inntöku svefnmeðala, einkum veronals, er mjög ganglegt fyrir góða verkun þeirra að drekka mikið af heitri mjólk. Hið sama á sér stað með lungna- bólguneðalið optobhinin, að það hefir langt betri verkanir ef mikið er drukkið af heitri mjólk um leið og það er tekið inn. Yíirleitt má segja með fullri vissu, að mjög ganglegt sé að drekka mjög mikið af heitri mjólk í byrjun allra sjúkdóma, því að enginn efi leikur á því að, í heitri nýmjólk eru efni og efnasambönd, sem styrkja líkamann í stríðinu gegn flestum sýklum og eiturefnum. Vald. Erlendsson. íslensk tunga og dönsk menning. Herra ritstjóri! Jeg hefi nýverið lokið við að lesa annað hefti af „Islandske Kulturbilleder" eftir Sigfús Blöndal, sem Dansk-íslenska fjelagið hefir gefið út. Mjer hefir verið það gleðiefni að lesa þessar einkenni- legu lýsingar á íslenskum þjóðarkjörum frá seinni tímum, t. d. frásögnina um Jón prófast Steingrímsson, líf hans og píslarvætti. Þessi litla bók hlýtur eflaust að vekja hugi margra danskra manna fyrir öllu því, sem „Fædrene har kæmpet, Mödrene har grædt"J) hjá þessari frændþjóð vorri. Við lestur bókarinnar flaug mjer í hug: Hjer er einn íslendingurinn enn- þá, er ritar móðurmál vort svo fagurt og með svo miklu lífi, meðan vjer aðeins getuin stamað á hans máli — ef vjer þá erum færir um það. Jeg get hvergi komið betur fram með þessi orð, en einmitt hjer í blaði yðar, því mjer finst það gleðilegt tákn tímanna, að nú skuii koma ís- lenskt blað út hjer í Kaupmannahöfn. Mjer finst það bera vott um þroska í góða og rjetta átt — áttina að þjóð- legu sjálfstæði. Annar vottur uin hina sömu góðu framþróun finst mjer það, að Danir og íslendingar hafa nú í fleiri ár komið saman hverir með öðrunr og sem góðir fjelagsbræður á fundum Dansk-íslenska fjelagsins bæði hjer í Kaupmannahöfn og í Reykjavík. bessu hefði naumast verið spáð fyrir aðeins 10—15 árum síðan. Meðal þeirra manna, sem mestan heiðurinn á af þessu, er fyrv. forsætis- ráðh. Th. Zahle. Jeg man eftir því, að þegar við stofnuðum Dansk-ísl. fjelagið, lagði hann alla áherslu á það, að við gætum fengið frjálsan fundar- stað fyrir Dani og íslendinga, svo að þeir ættu kost á og fengju tækifæri til þess, að koma saman, læra að þekkja hverir aðra og stofna kunnings- skap og sambönd sín á milli. r) Úr þjóösöng Norömanna eftir Björnstjerne Björnson. Þýö.

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.