17. júní - 01.09.1924, Side 9

17. júní - 01.09.1924, Side 9
17. JUNI 41 að taka var Harrison kosinn 1888 at 233 kjörmönnum, med Cleveland voru 168 kjörmenn, en kjósender þeirra voru 100000 fleiri en þeir sem stóðu að baki kjörmönnum Harrisons. For- setinn stendur fyrir fiamkvæmdarvald- inu, annast með embættismönnum sínum um það, að farið sje eftir lögun- um og er æðsti yfirmaður hers og flota. Hann skipar alla herforingja, einnig alla hærri og ýmsa lægri embættismenn sambandsins. Forsetinn getur neitað að skrifa undir lög, sem sambandsþingið hefur samþykt, en ef báðar deildir samþykkja lögin aftur með tveim þriðju hlutum atkvæða, öðlast þau gildi án undir- skriftar hans. Forsetinn getur gefið þinginu ráð um lagasetningu, en hann getur ekki borið fram lagafrunrvörp; það geta aðeins þingmenn. Hinsvegar getur hann stjórnað án þess að fara eftir þvi hvernig þingið lítur á stjórn- málastefnu hans og ráðuneyti; ráðu- neytið ber ábyrgð fyrir forsetanum einum.og þarf ekki stuðning meirihluta, hvorki í fulltrúadeild nje öldungadeild. beir, sem í ráðuneytinu sitja, nefnast ritarar en ekki ráðherrar; hvorki þeir nje aðrir embættismenn eru kjör- gengir til sambandsþingsins. Loks eru dómstólar sambandsins; stigin eru fjögur, efst er hæstirjettur Bandaríkjanna. Sambands dómararnir eru allir skipaðir af forsetanum, einnig hæstarjeltajra, dómararnir níu. í Ame- ríku hefur hæstirjettur óvenjumikið vald, af því að svo heilög lotning er borin fyrir stjórnarskipun eða stjórnar- skrá Bandaríkjanna, að hæstirjettur getur ónýtt öll lög sem hann telur stríða gegn bókstaf hennar eða anda, hvort sem slík lög eru gefin af sam- bandsþinginu eða þingum einstakra ríkja. Washington hefur mótast af því, að hún er aðsetursstaður sambandsstjórn- arinnar. Dómarar, löggjafar, sendi- herrar, embættismenn og starfsmenn, herforingjar, blaðamenn, málafærslu- menn og ótal margir ritarar, lirað- ritarar og skrifstofumenn eru mestur hluti íbúanna — samt má ekki gleyma yfir hundrað þúsund Negrum, sem flestir eru undirmenn. Þareð iðnaður er nálega enginn í höfuðborginni, er hún lítt lík öðrum amerískum borgum. — Fjöldi bjartra stórhýsa, hallir auðmanna og stjórn- arvalda, breið og skuggasæl trjágöng, getur mint á París — hreinni og reglufastari en minni og leiðinlegri París. (Þýtt eftir .Ameríka".) Sigurður Skagfelt. SIGURÐUR SKAGFELT, sem undan- farin ár hefir verið við söngnám hjer í Khöfn, mestan tímann hjá W. Herold, hefir nú fengið inngöngu á „óperuskólann“ við konunglega leik- húsið í Höfn, og þannig líklega hinn fyrsti íslendingur, er náð hefir inn þangað. Sigurður Skagfelt er Skagfirðingur að ætt. Foreldrar hans eru Sigurður Jónsson og kona hans Jóhanna Steins- dóttir að Brautarholti í Skagafirði. Sigurður er talinn liinn efnilegasti

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.