17. júní - 01.09.1924, Page 12
44
17. JUNÍ
er öllum ljóst. Það er einnig brot á
stjórnarskipun þjóðverja frá 11. ágúst
1919, 113 grein, og friðarsamming-
unum.
Foreldrar barnanna hafa nú kært
þetta fyrir stjórn Suður-Slesvíkur.
Oss íslendingum virðist það undar-
legt að svo mentuð þjóð sem Þjóð-
verjar skuli geta verið svona þröngsýnir
og ófrjálslyndir. Þetta er lireint og
beint blindni, já, ótrúleg heimska.
Þá er nú þess er gætt að Þjóðverjar
hafa jafnvel þúsundum saman leitað
hjálpar hjá Dönum á neyðarárum sínum,
og að sögn Scheidemanns íyrver.
rikiskanslara hafa Danir fyrstir allra
þjóða bundist samtökum til að koma
á föstu skipulagi til þess að hjálpa
Þjóðverjum, þá er þetta enn undar-
legra. Danir hafa bjargað mörgum
Þjóðverjum frá hungri og hungurdauða.
Þeir hafa tekið þýsk börn til sín um
lengri eða skemri tima svo þúsundum
skiftir.
Gjafir þeirra Þjóðverjum til hjálpar
á hinum síðustu árum skifta eflaust
miljónum kr. Og þó mega eigi hinir
íáu Danir, sem búa fyrir sunnan
landamærin, láta börn sín ganga í
danskan skóla.
í allri Suður-Slesvík fyrir utan Flens-
borg er enginn danskur skóli.
Mikill er munur mannanna, segir
máltækið, hið sama má segja um
þjóðirnar.
•X-
Danir í Flensborg hafa í vetur
gefið út bók sem heitir „Grænse-
bogen“, ritstjóri L. P. Christensen,
í henni eru afar margar upplýsingar
um málefni Dana og Þjóðverja við
landamærin. Hún kostar 4 kr. og er
þó 366 bls. Hana má kaupa hjá hvaða
bóksala er vill í Kaupmannahöfn.
□
Neðanjarðar-París.
KAFFIHUS, sem eru þekt flestum, er
„Café Derondelle", og hefir það
gefið tilefni til nafnsins Neðanjarðar-
París. Má jeg biðja lesendurna að
fylgja mjer inn í þessa skemtilegu
veitingastofu. Jeg verð þá fyrst að
segja það, að í gamla daga var þetta
uppáhalds kaffihús d’Annuncios, á
þeim árum þegar blóðið í æðum hans
var heitt. Nú þegar hann er orðinn
þjóðhöfðingi, dregur kaffihúsið hann
ekki að sjer. Þess háttar fyrirbrigði
verða menn að sjá með ungum auguin
og opnu hugarfari. Sá sem kemur
óhrífanlegur og athugandi finnur ekki
þann blæ og anda sem þar ríkir.
Utan af hinum uppljómaða Boule-
vard Saint Michel er gengið inn um
stórt járnhlið og niður eftir nokkrum
stigaþrepum, og er þá komið í litla
og þrönga, mjög dimma blindgötu,
sem liggur jafnhliða Signu. Við göng-
um inn um venjulegt hlið í þessari
götu. í hliðinu er gengið á ójöfnum
steinum eins og í hesthúsdyrum. Öðru
megin í portinu er litið op, h. u. b.
eins metra hátt, við skríðum inn um
það og komutn inn í lítið skot, lýst
blaktandi og snarkandi vaxlogum; og
við sjáum nokkur steinþrep sent liggja
niður — við höfum ekki hugmynd