17. júní - 01.10.1924, Page 2
50
17. JÚNÍ
argjöf, er alvara, vinna, og aö hver
beiðvirður maður á að berjast fyrir
sannleikanum, og starfa, ekki aðeins
fyrir kynslóð sinna tíma, heldur einnig
fyrir ókomnar kynslóðir. —
Þegar menningar- og stjómmalasaga
íslands á síðari hluta 19. aldar og byrj-
un 20. aldar einhverntíma verður skráð,
verður ekki komist framhjá nafninu
Bogi Th. Melsteð, því að fáir eru
meira við hana riðnir en hann. í 45
ár hefur hann svo að segja lifað og
andað í pólitík þótt hann hafi ekki
setið á alþingi nema 2 ár, 1892—93.
En hann hefur haft meiri áhrif á ís-
lensk stjórnmál en flestir hyggja, og
skal hjer fyrst minnst á þá starfsemi
hans með nokkrum orðum.
Bogi Melsteð fór þegar á unga aldri
að gefa sig að stjórnmálum og skrifaði
greinar í íslensk blöð þegar hann var
skólasveinn. Á stúdentsárunum í Höfn
gaf hann sig mikið að stjórnmálum
og ritaði margar ritgerðir og pjesa;
má einkum nefna bækling hans: Launa-
lög og launaviðbætur, setn vakti mikla
eftirtekt. Nokkrum árum seinna skrif-
aði hann annan bækling: Framtíð-
armál, sem kom út 1891. Á þessum
árum skrifaði hann margar ritgerðir og
greinar í tímarit og blöð, einkanlega
í Búnaðarritið, um ýms þarfa- og þjóð-
mál.
Öllum er kunnugt um, hve mikinn
þátt Bogi Th. Melsteð tók í baráttu
Heimastjórnarmanna gegn Valtýskunni
i lok aldarinnar. En hann hefir þó
unnið landi sínu og þjóð mest gagn
með hinni pólitísku starfsemi sinni á
fyrsta tugi þessarar aldar. Á þessum
árum skyldu þó margir, einkum mikill
hluti íslenskra stúdenta í Höfn, ekki að-
ferð hans og hugsunarliátt („Taktike“)>
en þá gengu æsingarnar og hinar poii-
tísku dylgjur í Stúdentafjelaginu og í
flokki Landvarnarmanna fram úr hófi,
svo að þeir skoðuðu alla næstum
landráðamenn, sem ekki fyltu flokk
þeirra. Bogi Melsteð sá betur en fiestir
að öll fljótfærni í Stjórnarskrármálinu
og allar æsingar í garð Dana, myndu
aðeins spilla fyrir málstað íslendinga;
hann sá, að tíminn var ekki enn kom-
inn, til að krafan um fullkomið sjálf-
stæði yrði reist, sjerstaklega vegna þess
að íslendingar væru enn ekki færir um
að stjórna sjer sjálfir og vantaði þá
pólitísku menning og fjárhagslega
bolmagn, sem sjálfstætt riki þart að
hafa. Um þann tíma ritaði hanri rit-
gjörðina: Eftir gamla sáttmála, þar
sem hann sýnir fram á, hve heimsku-
legt það sje fyrir íslendinga, að vera
að skírskota í þennan samning og hve
mikil afturför það yrði fyrir sjálfstæði
landsins, ef það ætti að byggjast á
honum.
Þegar íslendingar fóru að ræða
sjálfstæðismálið við Dani, án ofsa og
æsinga, en með rökleiðslum og skil-
ningi, var Bogi Melsteð ekki seitin á
sjer en bei'.ti öllum kröítum sínum og
þekkingu til að skýra málið fyrir löndum
sínum í ræðu og riti og gerði líka
það sem miklu mikilvægara var, aö
skýra það fyrrir Dönum og sannfæra
þá með sögulegum rökum, að farsælast
væri nú fyrir báðar þjóðirnar að ísland
yrði sjálfstætt iíki í sambandi við Dan-
mörku. Til allrar hamingju sátu þá