17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 7

17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 7
17. JUNÍ 55 Eg sá þína æsku. Þín ástríka sál var sem sólin er signir með ylnum jafnt jökul sem dalinn og hólinn. Eg sá þína fegurð so bjarta sem dýrð minna drauma, og dýrkaði sakleysið lrreinna en bláloftsins strauma. Þú varst mjer sem vera úr hreinni og eðlari heimi, ■ sem hreimur af strengleik úr draumanna fegurðar geymi. En hvað ert þú nú? Þú ert þrælanna þræll — þú ert skækja — en þrekleysi veldur og ást að þá brautina varðst þú að sækja. Nú brennur mín sál, en eg lít þig með ísköldu auga. Ef mín tár gætu bjargað, þau skildu á þjer fæturna lauga. En eg skil þetta alt. Þú ert orðin að veraldar hraki, og í viðbjóð, í sorg og í gremju eg sný að þjer baki. * Eg sný að þjer baki, en hjartað af sekt þinni svíður, þú svívirta, fallna, þig dæmir hinn heiðvirði lýður . . . Eg veit hvað þú varst — eg sá þig í bernskunni bjarta. — Eg ber þína synd, og eg geymi þig innst við mitt hjarta.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.