17. júní - 01.10.1924, Qupperneq 8
56
17. JÚNÍ
Við Þjórsárbrú.
MEÐAL endurminningamia um kon-
ungsferðina cárið 1907, er dýra-
sýningin við bjórsárbrú einna skýrust
fyrir mjer.
Konungsfylgdin tók sjer náttstað við
hina straumhörðu á, þar sem bakkarnir
eru bundnir saman af tígulegri hengi-
brú. íslendingar höfðu reist fríðar
tjaldbúðir handa konungsföruneytinu
og Sig. Eggers sýslumaður, síðar ráð-
herra, bauð oss velkomna og stjórnaði
húrrahrópunum fyrir konungi.
Hjer var samankominn mikill mann-
fjöldi. Flestir áttu náttból undir berum
himni og ljetu fyrirberast á jörðinni
með söðulinn að höfðalagi og ágúst-
nóttin hálfbjört leið; en hundruð hesta
voru á beit hringin í kring.
Dýrasýningin daginn eftir vakti hjá
oss hina mestu eftirtekt. Flestir vor á
meðal fengu hjer meiri og betri kynn-
ingu á íslenskum landbúnaði, en
nokkurstaðar annars á allri ferðinni.
Þar var sýnt sauðfje, nautgripir, hestar
og smjör; auk þess voru sýndar gróðr-
artilraunir með ýmsar plöntur, á bletti
þar nálægt.
í Njálu höfum vjer lesið, að dag
einn riðu þeir Njálssynir, ásamt Kára
og Merði, í Vorsabæ, til þess að drepa
Höskuld. Þeir fundu hann á akri, þar
sem hann var að sá byggi.
Nú orðið finst ekkert, sem vert er
að nefna af kornrækt á íslandi, þará-
móti töluverð grasrækt og heyskapur.
Eins og kunnugt er fæst hið besta hey
af túnunum, sem eru tödd, hið lakara,
útheyið, af hinum víðáttumiklu útengj-
um; auk þess ræktast dálítið af rófutn
og kartöflum. Mjólkurkýrnar eru á
vetrum fóðraðar með töðunni af tún-
unum. Engjaheyið samanstendur að
mestu leiti af hálfgrösum. —
Á dýrasýningumi sáust margar góðar
sauðkindur, talsvert af góðum kúm,
sem flestar voru kollóttar, og margir
ágætir hestar.
Smjörsýningin vakti mikla eftirtekt,
og var oss sagt að ísland hefði 20-30
samvinnu-rjómabú og flytti út töluvert
af smjöri til Skotlands, þannig árið
1907 fyrir meira en 300,000 kr. Sam-
týmis var flutt út fyrir 4l/2 milljón kr.
sauðfjárafurðir — kjöt ull og gærur.
Sauðfjár-slátrunarfjelögin hafa aukið
gæði kjötsins að svo miklum mun, að
íslenskt lambakjöt ætti nú að vera á <
borðum í hverju einasta húsi hjer í
Danmörku.
Við dýrarsýninguna voru lialdnar
ræður bæði af íslendingum og Dönum,
m. a. af H. Hafstein ráðlierra, S. Egg-
ers sýslumanni, Ole Hansen, land-
búnaðarráðherra o. fl. Flestir ræðu-
menn gáfu margar upplýsingar bæði
urn afstöðu landbúnaðarins og um,
hvað gert væri fyrir framfarir hans af
hinu opinbera við að styrkja búnaðar-
fjelög og búnaðarskóla, launa búnaðar-
ráðunauta o. s. frv. og margar heilla-
óskir og góðar vonir um framtið
búnaðarins heyrðust þar.
Á leiðinni frá Þjórsárbrú að Arnar-
bæli var eg stöðugt að hugsa um
þessar ræður og þær upplýsingar og
hugmyndir sem þær höfðu gefið, og
þegar jeg stóð við Ölfusá og horfði
yfir hið víðáttumikla graslendi, yðraði