17. júní - 01.10.1924, Page 11

17. júní - 01.10.1924, Page 11
17. JUNÍ 59 Danskir lýðháskólar. II. sögu lýðháskólahugmyndarinnar. Nokkur orð úr ÍÐAN fyrsti lýðháskólinn var stofn- aður í bænum Rödding á Suður- jótlandi árið 1844, hefir han jafnan átt við misjöfn kjör að búa og oít erfið, og af mótstöðumönnum hans heíir honum oft verið spáð dauða, en á honum hefir sannast hið fornkveðna, að þeir lifa lengst, er með orðum eru vegnir. Sumir mótstöðumenn lýðháskólans hafa ypt öxlutn og álitið liann þýðing- arlausan, aðrir hafa jafnvel dróttað að honuin miður góðum áhrifum á þjóð- lífið, og að hann ýmist hafi glætt sjálfsþóttan, eða sáð dáðleysi og ofur- viðkvæmni í hugaríar nemenda sinna, án þess að gera neina alvarlega tilraun til að leiða þá inn á brautir raunveru- legrar menningar eða menta. En þrátt fyrir mótspyrnuna, og þrátt fyrir ýmsa stærri og minni tnisbresti á skólunum sjálfum, hefir hugsjónin, er liggur að baki þeint, lifað og vakað fyrir forkólfunum í 'hjerumbil hundrað ár, og hundruð þúsunda ungra manna og kvenna hafa setið bekki hans, og ennþá fleiri hafa verið og eru undir stöðugum og sterkum áhrifum frá honum og þeiin orðum, er komið hafa af tnuntri bestu manna hatts, bæði í skólastofunum og frá ræðustólum víðsvegar úti um sveitir á stærri og minni alþýðu-samkomum. Lýðháskólinn er vafalaust hin merk- asta andlega hreyfing í sögu danskr- ar alþýðu síðan á síðabótar-tím- anunt. — Það hefir tekist að leggja liann á breiðan, þjóðlegan grundvöll, það er ástæðan fyrir því, að hann hefir getað — með kostum sínutn og göllum — fest djúpar rætur í þeitn N. F. S. Grundtvig. sama jarðvegi, sem gefur þjóðlfíinu sína bestu næringu. Sjálf hugsjónin, er seinna ljeði honutn vængi, er fædd á blóðugunt tímum; þegar stormar og hörmungar geysuðu og lítil von virtist vera til þess, að þjóðin gæti borið þær af, fæddist hún af ósk og áhuga einstaks manns fyrir að endurreisa þjóð sína og bæta úr böli hennar. Þessi tnaður var N. F. S. Grundtvig, sem gáfaður þjóðverji síðar gaf nafnið: „der Prophet des Nordensu.

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.