17. júní - 01.10.1924, Side 14

17. júní - 01.10.1924, Side 14
62 17. JUNÍ sem seinna var kallaður Gramma- t i k u s, en sem vjer að sjálfsögðu hefðum gefið heiðursnafnið „hinn íróði“ ef hann hefði lifað nreðai vor. Þegar G r u n d t v i g var orðin stú- dent, lá þó nærri að hann hefði gleymt þessu öllu. Hann var frjálsborinn í anda, stífur og einrænn í lund, og sá latínuskóli, sem hann gekk í, átti illa við lyndisfar hans, skólinn var mjög strangur í regl- um en Ijeleg kenslustofnun; það tókst líka vonum betur að níða allan áhuga fyrir andlegum málum úr Grundtvíg á meðan að hann gekk þar. Hann varð sljófur og leitaði sjer ánægju í spilum og sumbli með öðrum er voru honum jafusnjallir í áhugaleysinu. Trúarmálin höíðu heldur ekki neina þýðingu fyrir hann á þessum árum. Hann var rammur skynsemis-trúar- maður (rationalist), .þó hann reyndar læsi guðfræði til embættispróís, líklega meira með það fyrir augum að sjá sjer borgið ef liann þyrfti á embætti að halda, en af því, að hann hafi fundið hjá sjer kennimannsköllun. Hann reyndi þá heldur ekkert til þess að verða prestur. Þegar á unga aldri byrjaði hann ritstörf, og hafði nú þegar vakið eftirtekt bæði setn skáld og sagnfræðingur, og mun á þessum árum eiginlega mest hafa hugsað um að vinna sjer frægð á þessum sviðum — e. t. v. dreymdi hann um prófes- sors nafnbótina. — En svo breyttist hann — varð krist- inn trúmaður, en fyltist einkum af löngun til að verða þjóð sinni að gagni í niðurlægingu hennar. Þetta kemur ljóslega fram í ritum hans á þessu tímabili, í þeim er margt, sem minnir á spámenn gamlatestamentisins — þá er höfðu valdið til að tala — til bæði að hegna þjóðinni og hughreysta hana með orðum sínum. í stað þess, sem áður haíði vakað fyrir honutn, að verða stórskáld og sögu-próíessor kaus hann að verða tneðhjálpari hjá föður sínum í litlu embætti og við íátækleg kjör í sveit. Sem prestur þar, sýndi hann sig hinn mesta mannvin, er gerði alvarlega til- raun til þess ekki aðeins að láta sjer nægja að birta kenningar Krists á stólnum heldur lfka að breyla eftir þeim í umgengni og öllum viðskiftum við aðra menn. (Frh.) F. A. B. ísland og íslendingar erlendis. RAUÐI KROSS Á ISLANDI. Hinn þekti áhugamaður á öllum framförum islensku þjóðarinnar, Steingrímur Matthiasson, læknir á Akureyri hefur nú stígið fyrsta sporið til þess að flytja Rauða Kross starfsemina til ís- lands. í því skyni hefur hann fengið frk. Þorbjörgu Ásmundsdóttur hjúkrunar- konu af Akureyri til þess að fara hingað og kynna sjer aðferðir og alla starfsemi fjelagsings. Fröken Þorbjörg dvelur hjer í Höfn nú sem stendur og tekur þátt í Rauða Kross námsskeiði. Vjer höfum spurt hana um fyrirhugaða starfsemi fjelags-

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.