17. júní - 01.10.1926, Page 13

17. júní - 01.10.1926, Page 13
17. J U N f 13 efnum, þeir voru þvert á móti kærulausir í þeim efnum, og ýmsir á meðal þeirra afneituðu hreint og beint Islam-trúnni, sem þýðingar- lausri fyrir ríkið. Það er líka full ástæða til að láta sér finnast, að í stríði, sem gerði kröfu til að allir kraftar yrðu notaðir til hins ýtrasta, hafi ríkið ekki mátt við því, að láta myrða hundruð þúsunda af sínum eigin vinnufæru borgurum, og þar að auki: hversvegna einmitt Armeni? Það bjuggu þó margir aðrir kristnir borgarar í Tyrkjaveldi. Já, fyrir þann sem lítið þekkir til málanna, verður spurningin ennþá flóknari, þegar tekið er tillit til þess, að hin ungtyrkneska hreyfing, sem hóí'st til valda í Tyrklandi 1908—09 og rak Abdul Hamid soldán frá ríkjum, bygði og lifði andlega séð algerlega á því frjálslyndi og mannúð, er Ung- tyrkir héldu fram að sýna ætti gagn- vart öðrum þjóðflokkum og öðrum trúarbrögðum innan ríkisins, þeir óskuðu eftir samvinnu við þessa þjóðflokka, og foringjar þeirra voru undir allri hreyfingunni nákunnugir foringjum armensku þjóðarinnar, og armensk áhrif — gull og hugsjóna- vinna Armena — höfðu verið vopnin þau, er drýgst urðu til sigurs yfir hinu gamla stjórnarfari; og Armenir fylgdu sigri Ungtyrkja, vongóðir og með trúnaðartrausti. En hversvegna þá þetta ógna hatur, og viljinn til að eyðileggja armensku þjóðina? Sem eina af ástæðunum hefir hér í Evrópu verið kornið fram með þá ósannanlegu og vitanlega alveg röngu staðhæfingu, að Armenir séu í raun og veru ekki annað en mjög viðbjóðslegt þjóðfélag af snýkjudýr- um, sem í verzlun og viðskiftum ávalt leggi sig í framkróka með að okra og snuða, og eins og óþolandi plága hafi sogið sig fast á Tyrki og Kurdi, sem séu siðlausir og litt þroskaðir og þess vegna láti ekkert tækifæri ónotað, til að hefna sín og eyðileggja þá. Fjalllendi í hinu armenska Taurús. Hvað segir ekki austurlenzki málshátturinn: „Það þarf tvo Gyð- inga til að snuða einn Grikkja, en þrjá Grikki til að leika á einn Ar- rnena7'. Af þessu hefir verið ráðið að Armenin væri 6 sinnum svo við- sjáll að skifta við sem Gyðingurinn, og að svo gæti maður naumast annað en kent í brjósti um þann, sem þyrfti að hafa nokkuð saman við Armeni að sælda, og menn þóttust þá skilja, að þessir sviknu og útsognu aum- ingjar leituðust við að hefna sín þegar tækifæri bauðst. En það sem Evrópumaðurinn ekki skynjar, er að þetta máltæki ber að taka sem austurlenzka viðurkenningu og hróð- ur um Armenann, fyrir snarræði hans og mannþekkingu, sem hann hefir aflað sér í hinum stranga skóla

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.