Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Page 26

Morgunn - 01.12.1974, Page 26
104 MORGUNN ingarinnar reyndist svikull, saltur og hitur. Velmegunin reyndist ekki eins skemmtileg og búist hafði verið við, ekki fullnægjandi og þekkingin reyndist ekki eins gjöful á and- lega hvíld og frið og vænzt hafði verið. Maðurinn virðist finna sig blekktan, svikinn og framandi í sínum eigin heimi. Eða ef til vill uppgötvar hann betur en fyrr, að Guð og mammon eru ólíkir í meira lagi. Annar gefur það sem mölur og ryð eyða og það sem þjófar girnast og stela — hinn gefur inni- hald, fótfestu og frið leitandi sál. Sérhyggjan hefur ekki reynst nægilega góð undirstaða þjóðfélaganna til að byggja á, á henni einni halda þau ekki uppi dampinum og það gerir einstaklingurinn ekki heldur, og jafnvel án þess að gera sér þess grein leitar hann og þá oftast óafvitandi að öryggi i þessum rótlausa og tortryggilega heimi. Þetta hefði Plató og nýplatónistarnir og allir mýstikerar skýrt sem leit sálarinnar að heimkynni sínu, leit sem huga mannsins kann að vera ókunnugt um vitsmunalega. En samt sem áður leita merin vísvitandi á vit trúarbragðanna til að finna lifi sínu borgið og sú leit sem alltaf er fyrir hendi hefur ef til vill aldrei verið ákafari en einmitt nú. Og við skulum veita því athygli að æskan hefur horfið frá hinum austrænu mýstiku trúarbrögð- um til hinnar kristnu hefðar aftur, bæði innan Jesú hreyf- ingarinnar, kirknanna og annars staðar. Mýstikin hefur eitt mikið notað orðasamband sem kemur fyrir í ritum hennar aftur og aftur og það er „að njóta Guðs”. Þetta þyrftu menn að læra, að njóta Guðs, lifa trú sína á jákvæðan og frjóan hátt. Við höfum líka ef til vill sér í lagi hér á landi einangrað trú við siðgæði báðum til mikils tjóns. — Trúin fæst við að fá lífi mannsins borgið í hendi Guðs og hún boðar að í samfélaginu við hann nái lifið sinni fyllingu, sem því er ætlað að ná á jörðinni. Og Kristsmýstikin boðar að „í Kristi“ m. ö. o. i trúnni á Krist, samfélaginu við hann, en samfélagið við hann heitir kirkja þar sem 2 eða 3 eru sam- an í hans nafni, þar öðlist líf mannsins uppfylling þrár sinn- ar um lifsfyllingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.