Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Blaðsíða 6
6 OTVARPSTÍÐINDI Ungfrú PEARL PÁLHASON leikur á fiðlu sunnud. 23. okt. kl. 20.40 Sjá forsíðumynd. (útvarpstíöindi munu framvegis hafa þá reglu, að birta á for- slðu mynd af einhverjum þeim dagskrár- lið, sem ætla má að veki sérstaka eftir- tekt). Án efa má telja fiðlueinleik ungfrú Pearl Pálmason einn hinn merkasta viðburð í hljómlistarstarfi útvarpsins nú um langt skeið. Öneitanlega er það alltof, sjaldgæft að listamenn, sem eiga jafn glæ,silega frægðarbraut að- baki sér, komi, fram í eigin persónu í íslenzka Ríkisútvarpinu. Ungfrú. Pearl Pálmason er þegar orðin kunn hér á landi sem afburða- fiðluleikari, svo að óþarft mun að kynna .hana ýtarlega. Þó skal hér drepið á fá atriði. Ungfrú Pearl er dóttir íslenzkra, hjóna, sem búa í Winnipeg, þar sem faðir hennar er byggingameistari. Þar er hún fædd og uppalin. Aðeins 9 ára gömul fór hún að leika á fiðlu, og þegar hún var 11 ára, spil- aði hún opinberlega ásamt bróður sín- um Pálma Pálmason, sem einnig er fiðluleikari. Tólf ára tók hún sitt fyrsta próf í fiðluleik og hlaut þá heiðursmerki úr silfri. Voru það hin hæstu verðlaun, sem veitt voru fyrir fiðluleik í Kanada,, Síðan hefir ungfrúin unnið hvern listasigurinn eftir annan og hlotið fjölda heiðursverðlauna fyrir list sína. I fyrravor hélt hún opinpera hljóm- leika heima í Winnipeg og vakti þá svo mikla aðdáun, að henni var veitt- ur styrkur til að stunda nám hjá frægasta fiðluleikakennara veraldar- innar, hr. Carl Fleseh í London. Hjá honum dvaldi hún eitt ár, en fór síö- an hingað til Islands og hefir dvalið hér í sumar. Útvarp tíðinH áttu stutt viðtal við ungfrúna, og óskuðu eftir að vita eitt- hvað um það, hvað hún byggist við aö leika í útvarpið næstkomandi sunnu- dag. —Það hef ég ekki fyllilega ákveðið enn, segir ungfrúin, en hálft í hvoru langar mig til að leika eitthvað af þekktum íslenzkum lögum. Ökostui- inn við þau er þó sá, að flest þeirra eru betur hæf t.il söngs en fiðluleiks. — Hvernig geðjast yður annars aö tónlist okkar Islendingai? — Um hana hef ég ekkert, að segja nema gott. Mér kæmi ekkert á óvart, þótt á Islandi kæmi e'nhverntíma fljótlega fram tónlistarmaður, sem næði heimsfrægð. — Annars finnst mér það einkenna dálítið íslenzkt tón- listarlíf, að menn dá sönginn tiltölu- lega meira hér en aðrar greinar hljómlistarinnar. — En finnst yður þá, að við van- meta hinar greinar tónlistarinnaf? — Það vil ég ekki segja. Mér skilst aðeins, að Islendingar unni söngnum mest — og í rauninni finnst mér, að menn elski aldrei neitt of mikið!

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.