Útvarpstíðindi - 09.01.1939, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 09.01.1939, Blaðsíða 6
ÚTVARPSTÍÐINDI rafstraum, spennu og viðnám við nærri því hvaða tíðni se,m er., ennfr. raforku, span, rýmd, tíðni, hljóðmagn, tóngæði, mögnun, næmleika og glögg- leika viðtækja, notagildi loftneta o. s. frv. Tæki þessi eru samanlagt geysi- dýr og er því ekki hægt að hafa þau víða um land. Við venjulegar viðgerð- ir þarf þó ekki nema fáein þeirra, en við flóknari viðgerðir og nákvæman samanburð á viðgerðum tækjum og nýjum tækjum má ekkert þeirra missa. 'iffir 17000 tæki hafa, verið afhent viðgerðarstofunni til viðgerðar, en auk þess hefur hún annazt fjölda við- gerða m. a. á viðgerðarferðum. Þessi mikli fjöldi hinna ólíkustu tækja hef- ir gefið starfsmönnum viðgerðarstof- unnar ómetanleg tækifæri til að kynnast um leið aðstcðu hlustenda til útvarpsnota. Viðgerðarstof'an hefir veitt ótal upplýsingar varðandi viðtækin, sett upp fjölda loftneta, smíðað um 500 viðtæki, yfir 30 bátatalstöðvar o. s. frv. í sambandi við hana hafa verið haldin mörg hraðnámskeið fyrir menn úr ýmsum landshlutum, og hún hefir annast viðgerðarferðir um flestar sýslur landsins. Tvö undanfarin sum- ur hefir hún haft fastan viðgerðar- mann á Siglufirði. Á Akureyri hefir verið sett upp útibú viðgerðarstof- unnar, og er Grími Sigurðssyni við- gerðarmanni falin starfrajk,sla þess. Við rekstur sjálfs útvarpsins hefir viðgerðarstofan og komið að ómetan- legu gagni, ekki aðeins við viðgerðir, smíði og gæslu magnara og annarra tækja, heldur hefir hún oft lánað starfsmenn sína til aðstoðar við um- fangsmikið utanhússútvarp, sem oft 190 Sp.: Hvaða þjóðir keyptu mest af afurðum okkar Islendinga árið 1937 og í hvaða röð? Svar: Þjóðverjar keyptu fyrir 11,175,000 Bretar Norðmenn Portúgalsmenn — Danir — Svíar — 10,385,000 7,467,000 5,410,000 5,300,000 4,100,000 2. sp.: Höfum við verzlunarerind- reka. hjá Franco á Spáni? Svar: Nei, engan. 3. sp.: Teljið þér að árásir í ræðum og ritum á erlend ríki og stjórnir geti haft slæmar afleiðingar fyrir vió- skipti Islendinga út á við? Svar: Já. Vafaiaust, geta heiftar- legar árásir í ræðum og riti á erlend ríki og stjórnmálamenn spillt sambúð og viðskiptum okkar við aðrar þjóð- ir,, a. m. k. ef árásirnar eru gerðar af ábyrgum og áberandi mönnum. En vegna þess, hve við íslendingar erum fámenn og lítið áberandi þjóð, og af þvi hve fáir skilja tungu okkar, þá erum við tiltölulega, frjálsir að því að láta skoðanir okkar í ljós um þessi efni. Annars hefur þetta spursmál verið rætt talsvert í dagblcðum hér ekki alls fyrir löngu cg forsætisráð- herra Hermann Jónasson, birti til- mæli um, að gætt yrði hófs i árásum sem hér um ræðir. var ákveðið með mjög stuttum fyrir- vara og krafðist margra æfðra kunn- áttumanna til þess að framkvæman- legt yrði.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.