Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 6
er lengst í nýbreytni, er að skipta um fyrirsagnir á föstum erindaflokk- um útvarpsráðsmanna sjálfra og virktavina þeirra, sem virðast flutt- ir til að afla þeim vasapeninga! Er- indaflokkar þessir hafa heitið ýms- um nöfnum: Sumarþættir, vetrar- þættir, um daginn og veginn, séð og heyrt, sem er gömul fyrirsögn úr Al- þýðublaðinu, bækur og menn, og einu sinni var eitthvað um stríðið, en þeg- ar stríðið byrjaði, féll það niður. Þenna erindastraum einkennir eink- um virðingarleysið á sérþekkingu og fagmenntun. Hér vaða skrafskjóð- urnar elginn um allt nema það, sem maður skyldi gera ráð fyrir, að þeir hefðu helzt vit á, og er þetta mjög í samræmi við það einkenni íslend- inga, að tolla aldrei með hugann við sitt starf, og bera fyrir því minni virðingu en flestu öðru: Bóndanum leiðist að yrkja jörðina og byggir af- komuvonir sínar á blaðagreinum og pólitískum fundum, sjómaðurinn vill dvelja árlangt í kartöflugarðinum, bókbindarinn halda fyrirlestra um lífið eftir dauðann, og þegar rakar- inn nennir ekki að raka lengur, geng- ur hann út á meðal fólksins og gerist spámaður og skáld. Viðvíkjandi því, að ekki sé öðru fólki til að dreifa til þess að auka og fjölbreyta dagskrá útvarpsins, þá vitum við fullvel, að þetta er ekki rétt. — Á hverju ári bætist nýtt fólk í hóp þeirra, sem eru nýtir til að ljá útvarpinu starfskrafta sína og gáfur, einu sinni til tvisvar á ári, og með hverri dagskrá er gengið fram hjá mörgu slíku fólki. Það hefur verið hlutskipti mitt síðustu árin, að vera einskonar sálusorgari ýmissa, sem vildu láta „ljós sitt skína“ í útvarpið, en var vísað þaðan á braut fyrir margra annmarka sakir, og þó tíð- ast undir því yfirskini, að dagskráin væri fullskipuð, og væri alltaf full- skipuð og myndi alltaf verða full- skipuð, svo næsta litlar líkur væru til þess, að viðkomandi kæmist nokk- urn tíma að. En það, sem flestum hefur sérstaklega sárnað, skilst mér vera, að þeir hafi það á tilfinning- unni, að handritin þeirra hafi aldrei verið lesin, og það hafi verið fyrir- fram ákveðið, að þeirra skyldi hvorki mátturinn né dýrðin. Veit ég, að út- varpið hefir aflað sér óvinsælda fyrir skort á lipurð og nærgætni á því, hvernig það vísar á bug óstuddum nýgræðingum í orðsins og andans list, án þess að biðja þá að vanda sig betur og koma svo, ef ske kynni að þá yrði skarð í dagskrána! Enda er útvarpinu áreiðanlega á því full nauð- syn að gera það, sem því er auðið, til þess að ala upp útvarpshæft fólk, og hver veit, hvar perlan leynist? Hver er kominn til að segja, að Richardur sé verri ræðumaður en Ólafur? Mér er persónulega kunnugt um, að útvarpið hefir virt að vettugi tilboð um efni, sem var vægast sagt mjög líklegt til að vekja mikla eftirtekt og verða vinsæl nýjung í starfsemi út- varpsins. Og ekki var kostnaðinum fyrir að fara. Þannig er afsökun um efnisskort ekki alltaf á rökum reist. 0g það er ekki fyrir fjárþröng út- varpsins, að þjóðin fær örsjaldan að heyra til sinna færustu manna, t. d. Sig. Nordals, Árna Pálssonar próf., Halldórs Laxness, Tómasar Guð- mundssonar, Gunnl. Claessen, Pálma Hannessonar, sem þrátt fyrir að eiga sæti í útvarpsráði, lætur of sjaldan til sín heyra. Og blaðið mundi ekki nægja mér til að telja úpp nöfn á hæfu fólki. Því það er útvarpshæfur maður eða kona á hverju heimili í þessu landi, ef rétt er á haldið. Og það er hið lifandi, tæra og svellandi 342 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.