Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 24.03.1941, Blaðsíða 10
Lárus Pálsson leikari. „í upphafi", og hefst í aldingarðin- um Eden. Persónur eru: Adam og Eva og höggormurinn. Forfeður okk- ar læra þar ýmis ný orð, t.d. „dauði“, „morð“, „ást“, „hatur“ o. s. frv. — Það skelfir Adam mjög að hugsa til þess, að hann skuli þurfa að lifa að eilífu. En úr því Drottinn hefur nú einu sinni skapað þessa tví- fættu veru, verður Adam að halda áfram að lifa, hvort sem honum lík- ar það betur eða ver. En þá kemur höggormurinn honum til hjálpar, og segir honum, hvernig hann á að fara að því, að deyja, þegar hann sé orð- inn þreyttur, og lifa þó að eilífu. Og hann segir þeim Adam og Evu enn- fremur, hvernig þau eigi að fara að því að skapa. í seinni hluta kaflans eru þau Adam og Eva orðin gömul, og nú kemur ný persóna til sögunnar, nefni- lega Kain. Adam er friðsamur akur- yrkjubóndi og Eva starfsöm og myndarleg húsmóðir, en Kain er R. Tagore: Blinda konan. II. Þegar maðurinn minn hafði lokið háskólanámi, fluttumst við frá Kal- kútta til smábæjar eins, þar sem hann setti sig niður sem lækni. Þar kunni ég betur við mig en í borginni. Ég er fædd í smábæ, og þaðan fór ég til Kalkútta, er ég var á níunda árinu. Síðan voru liðin 10 ár og minningin um æskuheimili mitt hafði eins og horfið í skuggann fyrir glaumi og glæsibrag stórborgarinnar. En þegar ég missti sjónina, skildist mér loks, að gjafir Kalkútta höfðu einungis verið fyrir augað, en ekki fyrir and- ann. Og er ég hafði glatað sjóninni, fóru minningarnar um- æskuheimili mitt að vakna á ný. í tiginni og heill- andi fegurð kviknuðu minningarnar — ein af annarri — og tindruðu eins og stjörnur í kvöldhúminu, þegar sól er hnigin til viðar og rökkrið sigið yfir. Það var fyrstu dagana í nóvember, fyrsti hermaðurinn og fyrsti ævin- týramaðurinn, og fyrirlítur amstur og erfiði hversdagslífsins. Hann krefst ævintýra og æsilegra viðburða, hvað sem öðru líður. Útvarpstíðindi hafa Lárus Pálsson fyrir ofanrituðu og hann fullyrðir, að þessi kafli leikritsins sé mjög fyndinn, fjörugur og skemmtilegur. Ekki kemur oss til hugar, að efast um að það sé rétt og satt. Nafn Bernhards Shaw er trygging fyrir því, að hér er um merkilegt skáldverk að ræða, og þýðandinn er Magnús Ásgeirsson og leikstjórinn Lárus Pálsson. Við bíðum kvöldsins með óþreyju. ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.