Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 6
BJARNl BJARNASON: „Ég minnist þess, að mikill ævintýra- ljómi stóð um nafn Péturs Jónssonar, og margar sögur gengu um sigra hans í Þýzkalandi. Og víst er um það, að marga stóra sigra vann hann, og ástsæll var hann með áfbrigðlum. Allt, sem skrifað hefur verið um Pétur víðsvegar um Þýzkaland, bendir ótvírætt til þess. Arið 1922 skeður það, að sendimaður frá Metropolitan-óperunni kemur til Þýzkalands. Atti liann að ráða Wagners- tenór til óperunnar og hafði þá fyrst og fremst augastað á Pétri. Heimþráin hafði þá seitt Pétur heim til íslands í sumar- fríinu. Þangað treysti hinn ameríski sendimaður sér ekki að leita hans, en ráðningin mátti ekki dragast. Lauritz Melohoír varð fyrír valinu. Það var bjart utn PétUr Jónsson, þeg- ar hann kvaddi Kiel, eftir 4 ára starf við óperuna þar. Ivvöldið, sem hapn söng síðasta hlutverkið, ætlaði fagnaðarlát- um áheyrendanna aldrci að linna, og víst ekkert pláss fyrir hana. Einhvern veginn verður að leysa þann vanda. •— Viðtalið verður ekki lengra. Ég ætlaði að spyrja söngvarann um ýmislegt sem gaman hefði verið að heyra — frá lista- manna lífi — og íslendingasögum og ævintýrum í stórborgum Evrópu — en það verður allt að bíða til sjötugsafmæl- isins — þá verður upprisin hin mikla Dísarhöll söng- og hljómlistarunnenda í Reykjavík, þar verður rúm fyrir þús- undir áheyrenda og þar verður óhætt að hafa stóra hljómsveit og þar mun Pétur Jónsson óperusöngvari hylltur sjö- tugur — ef honum endist líf og heilsa. J. ú. V. IV'tur Jónsson í óperunni Ernani eftir Verdi. Viff hliðina n honum stendur Ileytliekker óperustjóri. Hann hafði verið leiðbeinaudi við Metropolitan- óperuna í New York og starfaði síðnn með Pétri bæði í Darmstadt og Bremen. þegar hann loks slapp út úr Jeikhúsinu, var hið mi'kla torg framan við óperuna fullt af fólki. Þúsundir manna höfðu safnast saman til að votta honum þakk- læti sitt og hylla hann. Enginn getur vakið jafn óskipta at- hygli á landi sínu og þjóð og listamaður- inn, sem fer sigurför um framandi lönd. Ættjörð hans má því ekki grafa Jtann og verk harts í gleymsku og sinnuleysi. Hún á að láta ljómann af störfum hans lýsa sem lengst, sjálfri sér til ávinnings og dýrðar“. Þjóðin 1940. 202 t ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.