Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Page 14

Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Page 14
ÚTVARPSSAGAN Fáein orð um út varpssöguna. Ég lýsi ánægjti minni yfir Jiví, sem komið er af Kotbýlinu og kornsléttunni. Eftir því sem liorfir, finnst mér framförin veiuleg. frá ])\í að liafa Bör Börson. Ég var aklrei heillaður af Bör, en enginn ó- vildar maður lians heldur. Sumir kaflarnir þótlu mér góðir, —- aðrir heldur lélegir. Mér líkaði vel við stúlkurnar, sem sögðu að Helgi væri skemmti- legri en sagan og þær mvndu naumasl nenna að lesa hana sjálfar, þó að þær ættu þess kost. Eg var hissa á ráðsettum mönnum, sem neituðu af- clráttarlaust að koma á fundi meðan stóð á lestri Börs. Mér. fundust atburðalýsingar ýkjukcnndar og ósennilepar og persónulýsingar fremur fátæk- legar. I’ó var víða persónulegur broddur mark- vissrar og hnyttinnar ádeilu og það var gildi sögunnar. og lyfti henni frá því að vera einungis hverfult dægurgaman. Það. sem gefur fyndni og gamansemi gildi fjTÍr íslenzkan smekk er alvur- an bak við. Sagan um Bör Börsson er skrifuð af beiskri tilfinningu fyrir því, að menn hrífist tíð- um af fánýli og sækjast eftir þvi. Hún er alvar- leg viðleitni í ]>á átt að hjálpa okkur til að sjá það, að hégóminn er hégómi, þó að hann birtist í yfirborðsglæsileika og stásslegum tizkuháttum. Kotbýlið og kornsléttan er saga um norskt al- þýðufólk. Að ]>ví, sem enn verður séð mun það vera rétt. sem Helgi Hjörvar sagði, að sagan gæti eins verið um íslenzkt fólk. Þarnu er lýst. átökunum mil|i tryggðar og ræktarsemi við æsku- stöðvar og starf feðranna og þránnar eftir þægi>- Iegra lífi og meiri tekjum. Þetta er viðhorf, sem a. m. k. sveitafólk á Islandi skilur. Svo víða stendur það í þessum sömu sporum. Margir bæir á Islandi eru nú í býggð einungis vegna þess að fólkinu finnst eins og Marteini Kvídal að ]>að geti ekki brugðist sveit sinni og því, sem við liana bindur. Við gelum hafl mismunandi skoðanir á' hag- Iræðilegri og þjóðhollri lilið þessara mála. Sumir segja að þeim veiti ekki af „áminningum nollum, sem halda að takmark lífsins sé að hokra yfir rottum“, og telja landbúnað og sveitalíf á Islandi að miklu leyti heimsku og fjarstæðu. Aðrir liarma ekkert meira en fólksstrauminn úr sveitunum. Við deilum og bérjumst um þessi viðhorf sveita- fólksins en skáldlistin er hafin yfir ]>au átök. Hvört sem þetta, sein bindur við sveitiua gerir fólkið að píslarvottum heimsku og afturhalds, engum til gagns, jafnframt því að það stendur þvert gegn þróun þjóðlífsins, eða hér er sú til- finning*og barátía, sem bjslrgar þjóðinni gegnum straumlmúta tízku og aldarfars og varðveitir þau r erðmæti, sem gera okkur að þjóð, með rétli til sjálfstæðrar tilveru og möguleikum lil að njóta ]>ess réltar, þá er |>að hafið yfir allan skoðana- mun að ]>essar tilfinnfngar eru staðreynd. Meðan skáldskapurinn túikar raunhæfar tilfinningar salt og rét l'cr hann list, sem kemur okkur við og get- ur hjálpað okkur til sannara skilnings og fcgurra lífs. Við bíðum með eftirvæntingu þess að heyra sögu fólksins, sem Hclgi Iljörvar er farinn að kynna okkur í sögu Bojers. Þetta fólk á hug okkar og hjarta og við erum undir það búin að fylgja ]>ví með næmri samúð, hvort scm ])ess bíða sigrar eða ósigrnr. því að þetta fólk er hold af okkar holdi og blóð af blóði okkar. Um Bör- son var mér alltaf nokkurnveginn sama. 'Sumir lialda að til séu reglur fyrir öllum hlut- um og fyrirbrigðum. Vel má það vera. cn erfitt getur þó venð að finna reglurnar. Tveir menn hafa orðið vinsælir, svo að af ber vegna sögulcst- urs í útvarpið. Það cru þcir Helgi Iljörvar og Einar Olafur Sveinsson. Ef til vill er erfitt að sjá í fljótu bragði reglurnar, sem skýra þær vin- sældir, ]>ví að lestraraðferð og framkoma þcssara treggja manna er ólík. Ég held að ástæðan til þess að báðir þessir menn hafa unnið hug fólksins sé ofar formi og að- ferðum. Þeim er það báðum gefið að leggja sál sína í lesturinn og ])að mun ráða úrslitum. Hér, eins og víðar, kemur lil greina það, sem hvorki verður lært né kennt. Góður lesari þarf að hafa tilfinningu fyrir verðmæti l)ess, sem liann fer með og gleði af að gefa öðrum með sér. Hann þarf að láta efnið streyma gegnum hjarta sitt, — lifnn þar og vermast, — ef svo má að orði kveðu. Þann- ig vinnur hann hug þeirra, sem lilýða. Ilnlldór Kirstjánsson Kirkjubóli. 210 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.