Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 7
lCDJ im H ETi rcn Srnásaga eftir William West Daisy Nelson og ég vorum bæði í þjónustu aðalskrifstofu talsímafélagsins i Newton. Hún var á talsímastöðinni, en ég vann yið lagningu nýrra lína og aðgerðir á eldri línum. Við höfðum unn- ið lengi saman, og mér þótti í hreinski'lni sagt mjög vænt um að við gátum oft sést. Kvöld eitt í septembermánuði, þcgar ég gekk frarn iijá vinnuborðinu hennar, kallaði hún til mín og sagði: „Heyrið þér Brenley; síðasta hál'ftím- ann hef ég ekki getað náð sambandi við Port Jervis. Línan hlýtur að vera biluð“. „Það-er ómögulegt“, sagði ég, því lín- an milli port Jervis og Newton var ný lögð og hafði aðeins í nokkra daga ver- ið opin til almenningsþarfa. Þessi lína var 35 mílna löng og var ennþá aðeins tveir þræðir. Ég fór strax að rannsaka línuna, og fann þá að bilunin mundi vera um 15 mílur frá Newton. Og þar eð ,ég var eini viðgerðarmaðurinn sem þessa stundina var á símstöðinni, ákvað ég að fara samstundis til þess að leita að biluninni og gera við hana. Það geta oft verið mjög einkennileg atvik, sem valda þessum bilunum, og ég hafði ratað í márgt ævintýrið á slík- um ferðum. En atburðina ,sem gerðust á þessu fcrðalagi vildi ég ekki lifa aftur, hvað sem í bpði yæri. Mér hefur ekki komið í hug stðán. þegar ég hef hugsað um þaðyhvernig ég komst úr þessari lífs- hættu, að kraftaverk gætu gerst ennþá. Mér reiknaðist svo til að bilunin mundi vera í fjöllunum hér um bil mitt á milli Culwervatns og Owassavatns. í- búarnir á þessu svæði höfðu gert okkur ýmsar skráveiifur rneðan verið var að leggja símann, því þeir töldu þetta yfir- gang og spjöll á landinu, og við urðum að sýna mikla þolinmæði og umburðar- lyndi, til þess að ekki yrðu verulegar ó- eirðir. Ég bað nú Tom Hardy að ná í bifreið stöðvarinnar, og við tókum með okkur öll verkfæri, sem nauðsynleg voru til viðgerðarinnar. Klukkan tvö eftir há- degi lögðum við af stað. Tom stýrði bif- reiðinni, en ég leit eftir símalínunni. Við fórum fram hjá Culwervatninu og sumargistihúsunum, sem reist eru kringum vatnið, og vorum farnir að nálgast Owassavatnið, sem er við rætur Normonok fjalls. Víða á þessari leið huldu trjákrónurnar þráðinn, og varð ég þá að klifra upp staurana, til þess að ganga úr skugga um, hvort allt væri í lagi. En allstaðar var línan óskemmd. Við ókum fram hjá nokkrum bændabýl- um, og komu hundarnir þá geltandi og urrandi á móti okkur. Loks komum við þar að, sem talsímalínan hætti að fylgja veginum. Vegurinn liggur í stórum sveig kringum fjallið, en síminn er lagður þvert yfir fjallið, gegnum þéttan skóg. Á þessum stað voru margar torfærur á leiðinni, svo líklegt var, að einmitt þarna hefði síminn bilað. Ég tók nauðsynleg- ustu verkfærin með mér og þar að auki símatalfæri, svo að ég gæti náð sam- bahdi við stöðvarnar, sagði Tom að aka kringum fjallið og bíða mín þar sem ÖTVARP3TÍÐ1NDI 203

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.