Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 13
sex rafskauta Jampi hexóða, sjö raf- skauta lampi heptóða og átta rafskauta lampi októða. Stofnar þessara nafna eru úr tilsvarandi Grískum töluorðum og eru þeir eins í flestum eða öllum tungu- málum. Díóðan 'hefur eins og áður er sagt, að- cins tvö rafskaut, og eru þau nefnd kat- óða og anóða. Samskonar rafskaut eru einnig í öllum öðrum útvarpslampateg- undum og má telja þau aðalrafskaut út- varpslampanna. Katóðan he'fur þaftn eiginleika, að þegar hún er hituð, þá streyma fareind- ir (Electrons), frá yfirborði hennar, út í hið Iofttóma rúm lampans, það er þessi útgeislun fareindanna, frá katóðunni, sem notkunarmöguleikar útvarpslamp- anna byggjast á. Hitun katóðunnar er venjulega framkvæmd þannig, að inni í 'henni er hafður mótatöðjnvír, glóðar- þráðurinn, og hann hitaður með því að senda hæfilega sterkan rafstraum eftir 'lionum. Það er mjög áríðandi, að þessi rafstraumur verði ekki of s(erkur, því við það verður annað tveggja, að glóðar- ])ráðurinn brennur sundur, eða, að kat- óðan ofhitnar og eyðilegst, vegna þess að útstreymi fareindanna verður meira en hún þolir. Slík tilfelli munu margir rafhlöðuviðtækja eigendur þekkja af dýrkeyptri reynslu, þegar of stór %raf- geymir heifur verið tengdur við útvarps- tækið. A fyrstu árum útvarpslampanna, voru til lampar, sem voru þannig gerðir, að katóðan var hituð með gasloga. En lampar þessir voru svo óhentugir í notk- un, að rafstraumslhituðu katóðurnar út- rýmdu þeim algjörlega. Anóðan hefur það hlutverk, að draga lil sín fareindir, sem streyma frá kat- óðunni. En til þess að geta það, þarf 'hún að ha'fa jákvæða rafhleðslu. Anóðan er í daglegu tali oft kölluð plata, og stafar það af því, að í fyrstu útvarps- lömpunurn var hún aðeins lítil málm- plata. Nú er hún næstum aldrei þannig löguð, en nafnið hefur samt loðað við hana. Ef spenna frá riðstraumsrafal er tengd við díóðu milli katóðu og anóðu, og kat- óðan hituð hæfilega, þá fer fareinda- straumur gegnum lampann, frá katóðu til anóðu, þegar anóðan er jákvætt raf- mögnuð, en enginn straumur, þegar hún er neikvæð. 1 slíkri straumrás rennur sta’aumurinn því alltaf í sömu átt, enda þótt spennan skipti um áttir í sífellu. A þennan hát't breytir díóðan riðstraum í rakstraum og eru þessar verkanir henn- ar nefndar afriðun. í riðstraumsviðtækj- um er hún almennt notuð þannig, þar scm öll viðtæki vinna að mestu við rak straum. Sömuleiðis er díóðan mjög oft notuð í viðtækjum, til þess að breyta hinum mótuðu hátiðnisveiflum frá út- varpSstöðvunum, í hinar upprunalegu látíðnisveiflur fiví hljóðnemanum, en þar sem engin rnögnun á sér stað í díóðunni, verður að magna þær með öðrum lalnpa- tegundum áður en hátalarinn breytir þeim í hljóðbylgjur. LEIÐRÉTTINGAR: í greminni um Tónlislardeildina, sem birtist í jólablaðinu slœddist inn villa um föður Sigrún- ar Gísladóttur. Faðir liennar var séra Gísli Kjart- ansson, er þjónaði síðast að Sandfelli í Oræl'um; — ekki Kristjánsson eins og í greininni stendur. Ennfremur varð nafnaskipti undir forsíðumynd- inni, þannig að á nokkur húndruð eint. af upp- lagi blaðsins var Þorsteinn O. Slephensen nefnd- urm fyr, og gæti það valdið misskilningi, það cr Pétur sem situr nær svarta tjaldinu á myndinni. ÖTVARPSTÍÐINDI 209

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.