Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Qupperneq 4

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Qupperneq 4
N 4 Hið helzta úr dagsskránni næsiu ivær vikur ÚTYARPSTÍÐINDI vilja hér me8 vekja athygli á ýmsum helztu atriðum dagskrár- innar nœstu tvœr vikur. Reyndar fer aldrei hjá því, að ýmislegt verður útundan, fyrst og fremst vegna þess, að í blaðinu er ekki rúm fyrir ítarlegar frásagnir af væntanlegu útvarpsefni, en í öðru lagi af því að rit- stjóm blaðsins veit oft ekki fyrr en á síð- ustu stundu hvert efni útvarpsdagskrárinn- ar verður. Hér skal þá fyrst getið þriggja kvöld- vakna, raunar f jögurra, því það þykir hlýða að benda á leikarakvöldvöku, sem verður laugardaginn 14. apríl og tilheyrir því ekki þeirri dagskrá, sem birtist í þessu heftL Á þessari kvöldvöku verður Skugga- Sveinn Matthíasar Jochumssonar leikinn all- ur og hefur hann í þessu skyni verið snið- inn fyrir útvarp. Á milli þátta eða atriða verður korniö fyrir tónleikum og jafnvel upplestrum ef tími vinnst til. Á þessari kvöldvöku flytur Þorsteinn Ö. Stephensen erindi um leiklist — einskonar spjall um horfur í íslenzkum leiklistarmálum. Daginn eftir, sunnudaginn 15. apríl, sem er síSasti sunnudagur í vetri, efnir Barna- vinafélagið Sumargjöf til kvöldvöku, svo sem verið hefur undanfarin ár. Er þetta gert sérstaklega með tilliti til fjáröflunar- dags barna á sumardaginn fyrsta. Þar munu þeir Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, Úlf- ar Þórðarson læknir og síra Ámi Sigurðs- son flytja stutt erindi, Ragnar Jóhannesson njagister les npp, einhvem þátt munu og böm leggja til þessarar kvöldvöku, en Tón- listarskólinn, eða nemendur hans annast hljómlistina. Sunnudaginn 22. aprQ stendur Þingey- ingafélagið í Reykjavík fyrir kvöldvöku. Það er 3ja kvöldvaka félagsins, og er það þó ekki nema rúmlega '3ja ára gamalt. Það ÚT V ARPSTIÐINDI sem vakir fyrir félaginu er að kynna lsnds- búum þingeyska menningu í erindum, upp- lestri og söng. Að þessu sinni hefst kvöld- vakan með ávarpi formanns félagsins, Bene- dikts Bjarklinds, Benedikt Sveinsson bóka- vörður flytur erindi, Jónas Jónsson alþm. minnist Gu'ðmundar skálds frá Sandi, Ámi Óla blaðamaður lýsir ákveðnum landshluta úr Þingeyjarsýslu, Hulda skáldkona les kvæði, Vigdís Jónsdóttir les stutta sögu eft- ir föður sinn, Þorgils Gjallanda. Á milli erinda og upplestra syngur Þingeyingakór- inn undir stjórn Ragnars H. Ragnars og Ragnar H. Stefánsson syngur einsöng. Báð- ir Ragnararnir em Þingeyingar að ætt, en hafa dvalið langdvölum í Vesturheimi og eru staddir hér á Islandi sem hermenn. — I Þingeyingakómum em um 50 manns, karlar og konur, nær allt Þingeyingar. Kórinn er jafngamall félaginu að heita má. Að }>essu sinni flytur kórinn lög eftir tvö þingeysk tóuskáld, þá Pál H. Jónsson að Laugum og Áskel Snorrason á Akureyri. Síðasta vetrardag, 18. apríl efna svo há- skólastúdentar til kvöldvöku svo sem venja hefur verið til. Hafa þær alltaf verið fjör- miklar og skemmtilegar og fallið útvarps- hlustendum vel í geð. Má telja víst að svo verði pnn. Verður þama leikþáttur, erindi, upplestur og söngur. Leikrit, sem flutt verða á næstunni, em auk Skuggasveins, „Kappar og vopn“ eftir Bernhard Shaw, sem Menntaskólanemendur leika undir leikstjóm Lárusar Sigurbjöms- sonar, laugardaginn 21. apríl. Hafa Mennta- skólanemendur sýnt þetta leikrit í Reykja- vík við ág/æta aðsókn og hlotið mjög lofsam- lega dóma fyrir. Þann 28. apríl verður leikið „Júpiter hlær“ eftir J. Cronin, sem mörgum íslend- ingum er m. a. kunnur fyrir skáldsöguna „Borgarvirki“. „Júpiter hlær“ er stórt og viðamikið leikrit og hefur Ævar Kvaran leikstjóm þess á hendi, Af útvarpserindum má sérstaklega nefna erindaflokk sem Gylfi Þ. Gíslason dósent flytur á næstunni um neyzluvömr og þýð- ingu þeirra í heimsbúskapnum. Fyrir nokkr- um áram flutti Gylfi/erindaflokk, sem hann nefndi „Hráefni og heimsyfirráð". Var þar sagt frá helztu hráefnunum, svo sem raálm- / J

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.