Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 19
ÚTVARPSTÍÐINDI 19 (C>2 VI ídi óslca mér................. AS þætti þessum, sem hér skrfSur ófiðraður úr egginu, verði vel tekið meðal ykkar, Iesendur góðir, svo hann megi verða full fiðraður og fleygur sem fyrst. AS þið verðið mér einlæg og trúiS mér fyrir óskuín ykkar, þá skal ég vinna aS því eftir mætti, aS þær ræt- izt, þótt ég hins vegar taki ekki ábyrgS á, aS ekki geti þaS brugSist stöku sinn- um, þegar andlegri orku minni og sál- arstyrk er eitthvaS áfátt. AS þetta nægi til að benda ykkur á, að hér er tækifæri til að bera fram ýmsar óskir, sem þið viljið létta ykkur af hjarta með því að hrópa út í heim- inn. AS þiS hlustið vel á útvarpið og lesið Útvarpstíðindi, þá græðið þið .......HvaS? — SegiS okkur frá því í næsta hefti ÚtvarpstíSinda. . AS árið væru þrettán mánuðir, því þá myndu skattgreiðendur fá eins mán- aðar hvíld frá útsvarsgreiðslum sínum. En þrettándi mánuðurinn nefnist „Stikk frí“. AS ræðumenn á samkomum hætti því í þyrjun erinda sinna að lofa að þeir skuli vera stuttorðir. Því venju- lega svíkja þeir þetta og verða lang- orSir en andstuttir. AS vísindamennirnir gætu fundið upp lyf gegn hræsninni og löggjafar- valdið gæti stjórnað því, að allir, sem þjást af hinum meinlega kvilla, hræsn- issjúkdómnum, tækju lyfin inn. Þá gæti fólk horfst í augu án þess að blygðast sín. AS útvarpsþátturinn hans Helga Hjörvars, sem er kl. 10.30 á sunnu- dagsmorgnum væri ekki fyrr en kl. 1 eftir hádegi. Því unga fólkið, sem er að skemmta sér á laugardagskvöldun- um, og mun almennt þykja gaman aS þessum þætti, er varla búið að ná stýr- unum úr augunum svona snemma morguns, að minnsta kosti ekki það, sem í kaupstöðunum býr. í sveitunum er,u karlmennirnir við gegningamar fyrir hádegi og kvenfólkið í búrinu. Eftir hádegi hafa hins vegar flest;r tíma til að hlusta, meðan þeir eru að jafna sig eftir ljúfengan sunnudags- matinn. Óskasteinn. Áhugasamur fréttaritari. Fréttaritari nokkur vildi fá örugga staðfestingu á því hvernig skipsskað - inn hefði orsakast og spurði því heim- ildarmann sinn: — Er það sannað að tundurdufl hafði grandað skipstapan- um. ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA Ottó B. Arnar Klapparstíg 16 Revkjavík annast allskonar viðgerðir á útvarps- tækjum og öðrum skyldum tækjum. Fyrsta ílokks vinnustofa og góðir starfs- kraftar. Sanngjarnt verð. \ — 20 ára reynsla - Sími 2799

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.