Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTIÐINDI
17
Hverskonar tæki fdum við
y eftir stríð?
A styrjaldartímum verða œtíð stór-
kostlegar framfarir í tæknislegum efn-
um. Það er eins og þjóðirnar Ieggi sig
þá allar fram og að afrek þeirra verði
þá meiri og stórfenglegri en á öðrum
tímabilum æfi þeirra, bæði til góðs og
ills, má segja.
í þeim vísindum, sem ná yfir útvarp,
joftskeyti, miðanir o. s. frv. hafa orð-
ið stórfenglegar framfarir á síðustu
fimm árum. Nægir í því sambandi að
eins að benda á það, er Bretum tókst
með miðunum að finna flugvélar Iöngu
áður en þær komu að ströndum Bret-
Iandseyja. Þá hafa framfarirnar orðið
mjög stórstígar í útvarpsfræðum og
sjónvarpsfræðum og mun þessa verða
getið nokkuð í næstu heftum Útvarps-
tíðinda.
Það má gera ráð fyrir því að út-
varpstæki verði eftir stríðið nokkuð
frábrugðin þeim, sem við höfum átt
að venjast, ekki að eins að lögun og
gerð heldur og að styrkleika og öllum-
innri búnaði. Munu jafnvel þá fljót-
lega koma á markaðinn útvarpstæki,
sem jafnframt verða sjónvarpstæki og
mun þá verða nauðsynlegt fyrir okkur
íslendinga að eignast sjónvarpsstöð.
Er ekki ólíklegt að forráðamenn þess-
ara mála muni athuga þetta efni í sam-
bandi við byggingu hinnar nýju út-
varpshallar, þegar þar að kemur.
Samkvæmt upplýsingum, sem Út-
varpstíðindi hafa úr ameríska tímarit-
inu ,,Science Digest“ er þegar farið að
smíða útvarps- og sjónvarpstæki, sem
ætluð eru til almenningsnota eftir
stríðið. Þau eru allmikið frábrugðin
tækjum, sem byggð voru 1942 og við
smíði þeirra hefur verið stuðst við þá
reynslu sem fengist hefur í hernaðin-
um. Er það jafnframt sagt, að tveimur
mánuðum eftir að hægt er að byrja
stórframleiðslu, sem ekki er miðuð við
hemaðarþarfir, muni verða hægt að
byrja á því að svara eftirspuminni.
Fjórum mánuðum eftir styrjöldina er
talið að allar verksmiðjur, sem fram-
leiða útvarps- og sjónvarpstæki nú,
geti byrjað framleiðslu fyrir almenn-
ing, en 6—9 mánuðum síðar verði þau
komin á markaðinn í stórum stílr Má
búast við allharðri samkeppni milli
verksmiðjanna á markaðinum. Þá er
gert ráð fyrir því að tækin verði all-
miklu dýrari, en þau em nú. Er jafnvel
talið að tækin muni kosta 15—50%
meira en fyrir stríð. Sjónvarpsmóttak-
arar munu kosta frá 1000—8000 kr.
og jafnvel meira, þegar um ,,Iúxus“-
móttakara er að ræða. — Það er ekki
líklegt að hægt verði að fullnægja
eftirspuminni þó að framleiðsla byrji
eftir styrjöldina eins og að framan
getur. Það mun líða langur tími frá
því að framleiðslan byrjar og þar til
hægt verður að fullnægja eftirspuminni
að nokkm ráði.
Hér fara á eftir nokkrar upplýsing-