Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 14
14 DTVARPSTIÐINDI má hafa til umhugsunar, t. d. 20 sekundur algengast. Þegar búið. er að svara spurningunni, kemur rödd dóm- arans, sem segir til um hvort spurning- unni hafi verið rétt svarað, og gefur hann þeim sem svarað hafa einkunir fyrir frammistöðuna, svo og svo mörg stig, eftir því hvað mörgum spurning- um hefur verið svarað rétt. Af þessu höfðu hlustendur mjög gaman, og spreittu sig margir á að reyna að svara spurningunum áður en svarið kom í útvarpinu. í danska og sænska útvarpinu er yfirleitt mikið meira um skemmtiþætti og tónlist heldur en mér virðist vera í útvarpinu hér. Oft v,ar t. d. útvarpað frá óperunni, og á milli kl. 6—7 síðd. eru ævinlega leiknar hljómplötur, helminginn af tímanum klassisk tón- list en hinn helminginn létt lög og dansmúsik. í sænska útvarpinu er mjög vinsæll þáttur, sem ég hef ekki nefnt, en það er skoðanakönnun um musik meðal hlustendanna. Hann fer þannig fram, að bifreið sem er með sendistöð er send frá útvarpinu og er henni ekið um borgirnar og út um landið, og fólk er spurt að þvf, hvaða lág það óski eftir að fá leikið, því er svarað og samstundis er umbeðið lag leikið í út- varpinu. Þarna fylgjast hlustendumir með því sem fer fram gegnum talstöð bifreiðarfnnar, og er oft að því hin bezta skemmtun“. — Komu íslendingar nokkurtíman fram í danska útvarpinu eftir að Þjóð- verjar hernámu landið? ,,Það kom fyrir að íslendingar flyttu erindi í það, og veturinn 1943 söng blandaður kór undir stjórn Axels Arnfjörðs í útvarpið. Ennfremur hef- ur Elsa Sigfúss oft sungið í það og er söngur hennar eftirsóttur dagskrár- Iiður“. — Hlustuðu íslendingar í Danmörku mikið á útsendingamar til íslands frá Þýzkalandi? '„Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að ekki nokkur maður hafi hlustað á það, eftir að menn komust að því, að það var áróður frá nazistum. Menn heyrðu nóg af honum í fréttum og á ýmsan annan hátt“. — Var íslendingum ekki mikill fengur að því, er stuttbylgjuútvarpið á sunnudögum byrjaði frá íslandi til Norðurlanda í vetur? „Jú, það var lengi búið að þíða með eftirvæntingu eftir rödd að heim- an. Annars var ég kominn til Svíþjóð- ar, þegar það byrjaði, en þangað hafa fréttir alltaf borizt auðveldlegar héð- an en til Danmerkur. Samt sem áður var því mjög fagnað þar meðal ís- lendinga. Fyrstu sendingarnar heyrðust ekki rétt vel, þegar útvarpað var kl. 3 síðd., en eftir að farið var að útvarpa kl. 6, eins og nú er gert, heyrðist það ágætlega til Svíþjóðar og ég hef frétt að það hafi líka heyrzt vel til Dan- merkur og veit ég að löndum okkar þar er ómetanleg ánægja að því, að eiga vikulega von fréttasendinga frá íslandi“. Eins og heyra má á frásögn Sigurð- ar, em íslendingar sem dvelja í Dan- mörku orðnir langþreyttir á einangr- uninni, og skiljanlegt að þeir hafi fagn- að því að heyra „rödd að heiman“, eftir nálega fjögurra ára þögn.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.