Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Síða 7

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Síða 7
ÚTVARPSTIÐINDI 7 Jón H. Guðmundsson: Gunnar. kunni að græða . . ... Pabbi sagði, að Gunnar hefði þeg- ar í æsku kunnað að græða, fæðst með þessari náttúru, hlúð að henni og þroskað hana alla ævi. Þeir ólust upp í sama kaupstað austur á landi. Pabbi hafði unnið samvizkusamlega öll sín störf frá því hann var barn og sjaldan fallið verk úr hendi, en hann græddi aldrei neitt, hann fékk bara borgað fyrir það, sem hann vann. Hann átti ákaflega örðugt með að skilja, af hverju Gunnar græddi. Ég heyrði hann oft segja það og hann dó, án þess að komast að því í hverju galdurinn lá. Þetta varð líka umhugsunarefni mitt á æsku- og unglingsárunum. Ég trúði því lengi vel, að Gunnar gæti ekki tapað peningum. Gunnar átti tvo báta, en var sjálfur Iöngu hættur að róa. Hann seldi fisk. Hann átti hús, ekki aðeins eitt, hann átti mörg hús, keypti þau og leigði fbúðirnar. Og hann keypti líka lóðir og lét byggja á þeim lítil hús, því að þá var ekki siður að byggja stór hús í Reykjavík. Sumar lóðirnar geymdi hann og ég skildi ekki fyrr en löngu jf seinna af hverju hann gerði það. En sjálfur bjó Gunnar í fiskskúrn-, um niðri við sjó mörg fyrstu árin, sem ég man eftir honum. Hann bjó þar með henni Tótu sinni, eins og hann orðaði það, þvf að hann sagði alltaf, þegar hann talaði um hana: „Hún Tóta mín . . .“ En þau voru ekki gift, Jón IJ. Guðmundsson. það skref hafði hún aldrei fengið hann til að taka, þó slungin væri á sína vísu. Tóta talaði nokkuð mikið, en Gunn- ar var þögull maður að eðlisfari. Það var vegna þess, hve hún var skraf- hreyfin, að fólk vissi ýmislegt um Gunnar, þó að hann segði ekki sjálfur frá því. Og Tóta varð geðstirð með aldrinum, af því að hann vildi ekki giftast henni og lét hana ekkert njóta peninganna, sem hann aflaði, nema til brýnustu lífsnauðsynja. Og henni varð fróun í að baknaga hann, og þá var orðtak hennar alltaf: „helvítið hann Gunnar“, og stundum bætti hún við: „peningarnir sækja á hann einsog lýsn-

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.