Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 10

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 10
10 ÚTVARPSTÍÐINDI HALLO! - Ég skifti! • Þú veizt að það er bannað að nota tcJstöðvamar. En talstöðvamar okkar em í gangi. Það fær enginn að inn- sigla þær. Ég veit heldur ekki hvað úr okkur yrði, ef við gætum ekki, svona hálfs mánaðarlega, opnað þær, kallast á og rabbað saman um það sem á dag- ana hefur drifið. Margt gerist hér í höfuðstaðnum, lagsmaður, og margt gerist hjá þér fyrir norðan, og þó að útvarpið sé í gangi allan sólarhringinn, þá segir það ekki frá öllu. Við þurfum ekkert að óttast að menn hlusti á okk- ur hérna, svo að við getum látið allt flakka. Hvað segirðu eiginlega í frétt- um núna? — Ég skifti. Það er nú svo sem ekki mikið í frétt- um, kunningi. Héma gerist aldrei neitt. Það hafa verið jarðbönn hér og allt inni. Heyin hafa gengið næstum því til þurðar. Ég tók upp á því að lofa kún- um að hlusta á söguna hjá Hjörvar um kornsléttuna og ég er alveg sannfærð- ur um að þær þurftu ekki eins mikið af töðunni. Þú veist, hvað Hjörvar tekst vel að gera gera allt bráðlifandi. Ég hugsa bara að kúnum hafi fundist að þær væm að háma í sig kornið. Það var svona með Bör. Þegar ég hlust- aði á Hjörvar fanst mér að ég þekkti hvern drátt í andliti Börsons, hvert viðvik hans og tildur. En svo keypti ég mér bókina og las, en ég kannaðist bara ekkert við manninn. Þetta var allt annar Bör. — Ég skifti. Já, ég trúi þessu. Ég er búinn að setja útvarp í eldhúsið. Af hverju? Skilurðu það ekki maður? Vinnukon- an er miklu fímgri við uppþvottinn og matarstússið þegar hún heyrir músík- ina Andlitið á henni hékk í lunta áð- ur, en það er nú allt af eitt sólskyns- bros. Þú ættir bara að sjá hana þegar hún stfgur dansspor um eldhúsgólfið, með þurkuna og leirinn milli handanna. Nú og auk þess. . . . Nei, það var annars ekkert. — Ég skifti. Nú, þú hættir í miðri setningu. Ég skil fyr en skellur í tönnunum, en farðu þér ekki að voða, vinur minn. Lífið er alvara. Það er ekki eintómur leikur, eins og þið haldið fyrir sunnan. Það er grábölvuð alvara, en ekki ein syngjandi sýmfónía. — Ég skal segja þér að ég vil fá meira af fomköppun- um f útvarpið, svona karla eins og Sig- urjón á Dalvík, sem getur sagt helm- ingi meira á hálftíma en nokkur annar maður, eða Einar Sveinsson Ólaf, eða hvað hann nú heitir, sem getur sett mann í vígahug með einu einasta þagn- arhléi. Þetta eru menn sem mér lfkar. Svo vil ég láta Vilhjálm Þ. mæta alltaf á eftir ,,Ó, guð vors lands“ með sitt. ,,í guðs friði“. Það er eitthvað svo gott að sofna á eftir. Jæja góði. — Ég skifti. Þetta mjmdi ekki verða vel séð hér hjá okkur. Ég skal segja þér að stelp- an mín er allt af á kvöldin, þegar danslög eru, að heimta að fá að hlusta. Hún vill fá að sofna út frá jazzinum, sérstaklega þegar þessi Robinson Krusoe — jæja, Páll Robbson syngja. Hún er alveg vitlaus í þennan nýja

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.