Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Qupperneq 18

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Qupperneq 18
18 ÚTVARPSTIÐINDI ar um það hvernig framleiðendur út- varpstækja hugsa sér tæki framtíðar- innar: Borð-tæki og einstaklingstæki munu verða mjög lítil, litlu stærri en vasa- veski. Mun minsta tegundin komast fyrir í vasa, eða í kventösku. Þessi tæki munu verða allsterk og ná víða. Battaríin í þessum tækjum munu verða af alveg nýrri gerð og að sjálfsögðu ákaflega lítil, en þó aflmikil. Stærri tæki munu verða margfalt afl- meiri en þau sem við nú þekkjum, há- talararnir munu verða miklu fullkomn- ari, nákvæmari og gefa hreinni tóna. Þá munu tækin verða að ytra búnaði miklu fallegri en nú tíðkast. Þannig eru áætlanir Ameríkumanna, en lítið hefur heyrst um fyrirætlanir útvarpsfyrirtækja í Evrópu, enda mun það taka lengri tíma fyrir þau að breyta framleiðslu sinni en fyrirtækin í Ameríku, enda munu nú margar verk- smiðjur, sem áður störfuðu á megin- landi Evrópu að framleiðslu útvarps- tækja vera í rústum eftir loftárásimar og á þetta aðallega við um Þýzkaland, Holland og Frakkland. En búast má við að framleiðendurnir í Evrópu muni strax eftir styrjöldina, er uppbygging- in. hefst hugsa sér til hreyfings og taka í sína þjónustu allar þær geysilegu framfarir sem orðið hafa á þessu sviði á þessum síðustu styrjaldarárum. Nú eru gömul útvarpstæki í Reykja- vík seld manna á meðal fyrir margfalt upprunalegt verð. Tæki sem kostuðu í byrjun stríðsins rúmar 1000 krónur eru nú seld manna á meðal fyrir allt að 3000 krónur. Samskonar verð er á öðrum Iélegri og eldri tegundum í hlut- falli við upprunalegt verð þeirra. — Þetta bendir til þess að við íslendingar munum sækjast mjög eftir því að fá nýju tækin er þau koma á markaðinn. Og ef að vanda lætur með framgirni okkar, þá munum við fljótlega reisa okkar sjónvarpsstöð og þá verður mik- *. ill markaður hér fyrir sjónvarpstæki. — En skemmtilegt verður það Iíka að geta haft lítið útvarpstæki í vasa sín- um. Órtúlegt, en satt. Tveir menn sóttu um opinbera stöðu. Annar umsækjandinn var mikil- hæfur maður og í alla staði miklu hæf- ari til starfsins en meðumsækjandi hans. Hins vegar var hinn flokksbróð- ur veitingavaldsins og auk þess í mægðum við einn af ráðherrunum. Sá hæfari fékk stöðuna. , Þetta er leiðin. — Þetta er leiðin okkar allra, Snati minn, sagði karlinn, er hann hafði lokið við að hengja hundinn sinn. Kynbætur. Prestur nokkur átti kynbótahest, af •þekktu reiðhestakyni og kepptust bændur í !sókninni um að fá folald undan hestinum og var hann því lát- inn ganga um sveitina. Gekk prestur hvatlegt eftir því, að bændur greiddu sér toll fyrir notkun hestsins Sunnudag einn eftir messu, gefur prestur sig á tal við bónda úr sókn- inni og segir: „Ég á fyl í jörpu mer- inni yðar, Hóseas minn . . . — Jæjá, svarar bóndi. — Margt berið þér nú við, prestur góður.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.