Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 20

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 20
20 tJTVARPSTÍÐINDI utvarpstœki r é hyerjum bæ í Landmannahreppi Margir af vinum Otvarpstíðinda út um sveitir halda þeim góða sið að líta inn til okkar, þegar þeir eiga leið um og rabba við okkur um landsins gagn og nauðsynjar og þá náttúrlega fyrst og fremst útvarpið. Einn þessara mætu manna er Jón Arnason á Lækjarbotn- um í Landmannahrepp, það er greind- ur og glöggur karl á sjötugsaldri (63 ára). — Ef ykkur þykja það tíðindi, segir hann, megið þið hafa það eftir mér, að nú höfinn við í Landmannahreppi útvarpstæki á hverjum bæ. — Og hvemig líkar ykkur svo við útvarpið? spyrjmn við þá. — Yfirleitt vel. Það er að vísu rok- ið af því nýjabrumið hjá flestum, en það finnst mér nú líka vera hjá ykkur í Reykjavík. Það eru flutt á hverjum vetri mjög prýðileg erindi og skemmti- legar sögur lesnar. En mér finnst það vera orðið nokkuð vélrænt — söngur- inn er mest af hljómplötum — Dagur- inn og vegurinn er búinn að vera, móts við Það sem áður var — ekki tekst þeim að tala saman i— lítið virðist manni oft verða úr nýjungum. — Ég má til að minnast á Þjóðsönginn: Ég skrúfa alltaf fyrir hann nema á hátíð- um og stundum stöndum við upp tveir í einu á mfnu heimili til þess að vera öruggir um að það sé búið áður en hann byrjar. ' — Það eru áreiðanlega margir sam- taka um þetta á íslandi. Margar hendur á Iofti í einu, og þetta er orðið að svo föstum vana hjá sumum, að þeir gæta sín ekki þó þeir séu gestkomandi held- ur rjúka að útvarpinu og verða svo að biðjast afsökunar. — Ég tók eftir því í öðru hinna prýðilegu inngangserinda V. Þ. G. fyr- ir flokknum Samtíð og framtíð, að þeg- ar hann taldi upp Ijóstæki er notuð hefðu verið á íslandi gleymdi hann að nefna Glóra. Ég hef hvergi séð á prenti lýsingu á þessu áhaldi og skal ég því segja ykkur hvernig það var. — Glóri var sívalur trédrumbur ca. 4 þumlung- ar á lengd (hæð) og 3 að þvermáli, grafinn bolli eða hola ofan í annan endan og þar var sett pípa sem var kveikt saman :— rúmlega þumlungur að Iengd og 1—IJ/2 cm. að þvermáli. Þar sem mættust tréð og pípan var gat á pípunni jafnstórt og vídd píp- unnar og þar í dreginn kveikur og upp úr, var kveikurinn hringaður utan um pfpuna og hún rekin föst ofan í bjollan. En mátti auðvitað ekki fara neðar en pfpan. Þetta var gott Ijós og mikið, notað í fjós og eldhús í stað grútar- lampa og var hægt að notast við lök- ustu feiti. Vera má að áhald þetta hafi víða verið þekt og V. Þ. G. hafi nefnt það, en þá með öðru nafni. Ekki vitum við hvort menn átta sig á Þessari lýsingu, öruggast væri að Jón byggi til Glóra og gæfi Fomminjasafn- inu, ef enginn af lesendum blaðsins á þetta merkilega tæki í fórum sfnum, og mætti af því missa. Það yrði áreið- anlega þakksamlega þegið.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.