Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Page 9

Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Page 9
Útvarpstíðindi 105 Bjöm R. Einarsson Ánú Elvar Ounnar Ormslev Fimm manna „jazzhljómsveit“ Björns R. Einarssonar skemmtir á annan páskadag. — Þessi hljómsveit var, eins og kunnugt er, sæmd heiðursnafnbótinni „Bezta dans- hljómsveit landsins“ í prófkosningum, sem Jazzblaðið stóð fyrir. í hljómsveitinni eru: Björn R. Einarsson, — leikur á trombone, Guðmundur Einarsson, — leikur á trom- pet, Árni Elvar, — leikur á píanó, Axel Kristjánsson, leikur á kontrabassa og gítar, og Gunnar Ornslev, — leikur á tenór- saxófón. Að þessu sinni munu þeir félagarnir taka til meðferðar svo til óþekkt lög, — a. m. k. lög, sem lítt hafa verið kynnt ísl. útvarps- hlustendum og verður „mikill jazz' ‘ í hlutverkaskránni. Meðal laganna, sem þeir leika, verður „Perido“ eftir Duke Ell- ington, „Get Happy“, „Move Over“, og svo „Lady be good“, sem væntanlega verður sungið. — Svo er það meiningin, að leika dálítið BEEBOB, en svo nefnist hið allra nýjasta í jazzinum. Fyrsta lagið í þeim flokki nefnist Dexter Writes Again, — svo „Cent An’ a Half“, „Now Is The Time“, og „Charge Account“. Auk þess er það ætl- unin að fjórmenningar úr hljómsveitinni syngi saman lagið „Sleepy Time Gal“. Um hljómsveit Björns R. Einarssonar er það að segja, að hún varð til fyrir tveimur árum, — þá með sex mönnum, og eru þrír stofnendanna enn í hljómsveit- inni. Á þessum tima hefur hljómsveitin leikið nálægt því 60 lög inn á plötur fyrir útvarpið. Aðspurður um fyrirhugaða nýbreytni í sambandi við starfsemi ísl. danshljóm- sveita, segir Björn okkur, að sér hafi verið falið af stjórn Félags íslenzkra hljóðfæra- leikara, að leitast eftir því, hvort félagið geti ekki fengið fastan tíma í dagskrá út- varpsins, — 15 mín. til hálftíma í viku, líkt og Tónlistarfélagið. Félagið myndi þá etja fram sínum beztu mönnum, — allt upp í 9 manna hljómsveitum, og gæti með þeim hætti séð fyrir meiri fjölbreytni en ella, þar sem úr stórum hópi er að velja. Hvernig lízt hlustendum á hugmyndina?

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.