Bankablaðið - 01.12.1984, Page 21

Bankablaðið - 01.12.1984, Page 21
21 50 ÁRA AFMÆI SÍB - OPIÐ HÚS Laugardaginn 2. febrúar sl. var haldið upp á 50 ára afmæli SÍB að Tjarnargötu 14. Stjórnin hélt opið hús og tók á móti gestum milli kl. tvö og sex. Þetta var hinn fegursti dagur og þegar íslenski fáninn var dreginn að húni rétt fyrir kl. tíu um morguninn, þá blakti ekki hár á höfði. Fyrstu gestirnir mættu snemma og notuðu tímann til að skoða húsakynnin. Tekið var á móti gestunum í tveimur hópum, þar sem vonast var eftir það mörgum, að húsnæðið dygði ekki fyr- ir alla í einu. Reyndin varð líka sú. Gestum var boðið upp á kaffi og með- læti og virtist allt renna ljúflega niður, enda voru menn í úrvals félagsskap við gott tækifæri. Við þetta tækifæri færði Guðrún Hansdóttir, formaður starfs- mannafélags Landsbankans, SÍB að gjöf frá aðildarfélögunum stórkostlegar gjafir. Var þar um að ræða hljómflutningstæki af Pionergerð, sjónvarp af Luxorgerð og myndband af Sharpgerð. Við afhendingu gjafarinnar sagði Guðrún m. a.: „Margt hefur breyst í þjóðfélaginu á þessum langa tíma, en SÍB hefur ávallt verið trútt því hlutverki að sameina alla bankamenn og að vera í forystu í öllum hagsmunamálum þeirra. Stórt hlutverk í starfi SIB hefur ætíð verið fræðslu- og félagsmál. Hafa fjölmargir bankamenn eignast góðar minningar og öðlast fræðslu á fjölda mörgum fundum og námskeið- um. Stjórnir starfsmannafélaganna vildu sýna sameiningarmátt sinn og gefa því SÍB tæki sem munu einmitt auka möguleikana til frekari fræðslu." Kl. fjögur kom síðan síðari hópurinn og var þar margt um manninn. Sigtryggur Jónsson úr Landsbanka íslands lék nokk- ur skemmtileg lög á píanó, kaffi drukkið og kökur stýfðar úr hnefa. Torfi Ólafsson fór þá með gamanmál við frábærar undir- tektir. Að þessu loknu settist Sigtryggur aftur við píanóið og lék nú fyrir fjölda- söng. Svo hressilega var sungið að minnstu munaði, að stofnaður væri samkór banka- manna. Skemmtu allir sér konunglega. Stjórn SIB vill nota tækifærið og þakkar öllum þeim er heimsóttu Tjarnargötuna þennan ágæta laugardagspart. Sveinn Sveinsson býður gesti velkomna. Torfi Ólafsson flytur gamanmál. Dóri kokkur hjá glæsilegu veisluborði sínu.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.