Bankablaðið - 01.12.1984, Síða 22
22
NBU
Ymsir punktar
Fréttir af vettvangi NBU
Af vettvangi NBU er það helst að frétta, að
á síðasta ári var samþykkt breytt fyrir-
komulag á ijármálum NBU. Hér eftir
mun NBU bera allan kostnað við starfsem-
ina, aðildarsamböndin greiða aðeins sín
félagsgjöld. Félagsgjald fyrir árið 1985
verður SEK 13 á félaga. Þessi breyting
kemur sér mjög vel fyrir SIB, þannig að
reikna má með minni kostnaði við störf
okkar innan NBU í framtíðinni.
Hjá NBU eru nú starfandi nokkrar
nefndir sem eru að sinna sérstökum verk-
efnum. Af hálfu SÍB tekur Ólafur Örn
Ingólfsson þátt í vinnuhópi sem er að fjalla
um bankastörf framtíðarinnar. Það er
mjög þýðingarmikið að við gerum okkur
grein fyrir því sem framundan er, þannig
að við getum í tíma snúið þróuninni okkur
í hag. Þegar skoðuð er reynsla annarra
þjóða úr öðrum atvinnugreinum, þá
rennur manni til rifja, hversu illa er komið
hjá mörgum stéttum. Með markvissu
starfi verðum við betur í stakk búin að
forðast þau mistök er aðrir hafa gert.
Guðrún Ástdís Ólafsdótdr tekur þátt í að
undirbúa trúnaðarmannanámskeið NBU,
en eitt slíkt verður haldið í Danmörku nú í
sumar. Benedikt Guðbjartsson er að
undirbúa mikla ráðstefnu fyrir banka-
menn og stjórnendur banka, þar sem fjall-
að verður um menntun bankamanna í
framtíðinni.
Friðbert Traustason á sæti í tækni-
nefnd NBU. Þá nefnd skordi aldrei verk-
efni, því alstaðar er verið að þróa nýja
tækni, og bankarnir eru ávallt ginnkeypdr
fyrir nýrri tækni. Það verður því ædð
mikilvægara, að bankamenn gefi þessum
þætd gaum og séu ekki síður en stjórn-
endur bankanna vel að sér í málum þess-
um og reyni að gera bönkunum ljóst, að
þýðingarmikið sé að hafa starfsfólkið með
í ráðum frá upphafi hverrar nýrrar áæd-
unar.
Helgi Hólm starfar í svonefndum „kon-
taktmannahóp". Hann samanstendur af
framkvæmdastjórum allra sambandanna.
Hópurinn hittíst tvisvar til þrisvar á ári.
Sveinh Sveinsson á sæti í stjóm NBU.
Stjórnin hittist tvisvar á ári og verður
næsti stjórnarfundur haldinn í Reykja-
vík 16.—17. apríl nk. Fyrir þeim fundi
liggja mörg mikilvæg mál, en jafnframt
Sveinn Sveinsson fyrir framan Skokloster-
höll.
verða stjórnarmenn gestir á ársþingi SÍB,
en það verður haldið 18.—19. apríl.
NBU gefur jafnan út ýmis rit og geta
félagsmenn fengið aðgang að þeim á
skrifstofu SÍB. Núverandi forseti NBU
er Kaj Öhman og framkvæmdastjóri er
Jan Erik Lidström.
Skcklc
Kaj Öhman, forseti NBU, „messar" yfir
norrænum bankamönnum.
í kjallaranum ...
Að Tjarnargötu 14 er kjallari undir öllu
húsinu. Hann er rétt rúmlega manngeng-
ur og hefur verið heldur illa nothæfur af
ýmsum ástæðum. Þar gætir nefnilega flóðs
og fjöru og þarf að setja vatnsdælu í gang,
þegar slíkt skeður. Einnig er kjallara-
skömmin heldur óhrjáleg sökum lítillar
snertingar við málningu og þess háttar.
Samt hefur þarna verið geymt ýmislegt af
eldri gögnum SIB, s. s. eldri árgangar af
Bankablaðinu, bókhaldsgögn o. fl. Nú
stendur yfir andlitslyfting á blessuðum
kjallaranum. Hafa nú veggir og gólf verið
málaðir og tréloftið hreinsað. Er nú allt
annað líf að „róta í gamla draslinu", þegar
einhver þarfnast upplýsinga sem aðeins er
að finna þar.
Nýir aðstoðarbankastjórar
í Alþýðubankanum
Það bar til tíðinda um síðustu áramót, að
ráðnir voru tveir nýir aðstoðarbankastjór-
ar að Alþýðubankanum. Voru það þeir
Guðmundur Ágústsson og Ólafur Ottós-
son. Þeir eru báðir kunnir innan raða
bankamanna, því Ólafur hefur starfað í
banka um langt skeið. Hann var lengi í
Samvinnubankanum, fór síðan til Afríku
að kenna þarlendum bankastörf, kom
síðan heim og til starfa í Búnaðarbankan-
um. Ekki stóð hann lengi við, heldur hvarf
aftur til Afríku, en mun nú taka tíl starfa
hjá Alþýðubankanum í vor.
Guðmundur hefur verið starfsmaður
samninganefndar bankanna nokkur und-
anfarin ár. BANKABLAÐIÐ óskar þeim
báðum heilla í starfi.
Tertuveislur í bönkunum
Á afmælisdegi SIB buðu stjórnendur
bankanna starfsfólkinu upp á tertur í til-
efni afmælisins. Var rausnarlega að því
staðið og á einstaka stað fengu „kúnnarn-
ir“ kaffi og smákökur. Var þetta hin
ánægjulegasta uppákoma og eiga bank-
arnir bestu þakkir skilið.