Bankablaðið - 01.12.1984, Qupperneq 34
34
Bankamenn á Akureyri
trúnaðarmaður starfsmanna. Þegar tíð-
indamann Bankablaðsins bar að garði,
var hann að fara í „kartöflumar“, eins og
hann orðaði það. Við nánari athugun
kom í Ijós að Finnur er með 12 hektara
land undir kartöflurækt ásamt bræðmm
sínum. Finnur sagði að mikill tími færi
að sjálfsögðu í „kartöflurnar“, t. d. væri
hann flest kvöld og helgar í því að flokka
þær á vetuma. Hann gefur sér þó tíma til
að sinna íþróttamálum, hann er í stjóm
K.A. og hefur spilað fótbolta með starfs-
félögum sínum í firmakeppni fyrir
Iðnaðarbankann, og urðu þeir félagar í
öðru sæti.
„On line“
Iðnaðarbankinn var tengdur við Reikni-
stofu bankanna þann lö.júnísl. ogbáðum
við Finn að segja okkur í stuttu máli,
hvernig það hefði gengið, og hvernig
staðan væri í dag.
Sjálf tengingin gekk framar öllum von-
um. Undirbúningur hefði mátt vera meiri
fyrir starfsmenn, t. d. með námskeiða-
haldi, en allir voru samtaka um að leggja
sig fram, og óhætt er að segja að vel hafi
tekist til. Framtakssemin var það mikil, að
nokkrir starfsmenn fóru á eigin vegum á
tölvunámskeið hjá Framsýn í haust og nú
eru 9 manns á framhaldsnámskeiði hjá
þeim. Stjórnendur bankans voru mjög
ánægðir með þessi viðbrögð og kosta fólk-
ið á námskeiðin.
Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með í
tæknimálum svo fólk staðni ekki. Tölvu-
væðingin er svo ör hérna hjá okkur. Starfs-
fólkinu ber saman um að áhugaverðara sé
að vinna í bankanum í dag en áður. Sem
sagt, meiri fjölbreytni í starfi, og þeir óttast
ekki að störfum fækki. Starfsemi bankans
hefur aukist mikið við þessa þróun, dag-
lega bætast við nýir viðskiptavinir og við
leggjum áherslu á að vera í góðu, persónu-
legu sambandi við þá. Ég hef þá trú, að í
Jóhann Jóhannsson afgreiðir viðskiptavin
bankans að nýlokinni beintengingu.
Starfsmenn Sparisjóðs Akureyrar. — Dagmar Björgvinsdóttir, Kannveig Vernharðsdóttir, Sverr-
ir Ragnarsson, útibússtjóri og Kristófer Vilhjálmsson.
framtíðinni verði bankastarfið nokkurs
konar ráðgjafastarf, því með aukinni
tæknivæðingu vinnst meiri tími til að sinna
viðskiptavininum. Samhliða þessu þarf að
auka samskipti við yfirmenn, t. d. með
reglulegum fundum. Þannig verður
starfsfólkið virkara og hægt er að leysa
vandamál sem upp koma mun fyrr en ella.
Það var sérstaklega notaleg tilfinning
sem fylgdi því að koma inn í Sparisjóð
Akureyrar. Það var eins og að hverfa
mörg ár aftur í tímann. Auðséð var að
tæknivæðingin hafði ekki haldið innreið
sína á þeim stað, enda voru starfsmenn
áberandi „óstressaðir“.
í stuttu spjalli við starfsmennina: Sverri
Ragnarsson, útibússtjóra, Helgu, Dagmar,
Rannveigu og Kristófer, kom fram, að
sparisjóðurinn hefði verið stofnaður árið
1932. Daglegur afgreiðslutími er milli kl.
14.00-16.00. Þau mæta kl. 13.30 og vinna
til kl. 16:45 og með því að sleppa kaffitíma
fá þau greitt samkvæmt samningum SIB,
50% af fullum launum. Þau voru mjög
ánægð með vinnutímann sem gefur að
skilja, en sögðu að vinnuaðstaðan mætti
gjarnan vera betri, en góð samvinna væri
meðal starfsfólks. Beinlínuvæðing hefur
ekki komið til tals og lítið sem ekkert hefði
verið um námskeiðasókn varðandi vinn-
una. Þetta stendur þó allt til bóta.
Frá því þetta viðtal var tekið hafa starfs-
menn sparisjóðsins gerst aðilar að SIB og
vonumst við til, að það hafi verið þeim
heillaríkt skref.
í afgreiðslu Búnaðarbankans í Sunnu-
hlíð hittum við fyrir Olaf Héðinsson,
afgreiðslustjóra.
Aðspurður um tækni og kjaramál hafði
hann áhuga á að koma eftirfarandi að:
„Tæknin flæðir yfir okkur hvort sem
okkur líkar betur eða verr, og það þarf að
standa mjög vel að fræðslu starfsmanna í
þeim efnum. Við ættum að leggja áherslu
á að stjórna tækninni en ekki hún okkur,
og taka rólega og yfirvegað á öllum atrið-
um varðandi tæknivæðingu.
Kjaramál bankamanna eru í megnasta
ólestri. Meðan einkaaðilar treysta sér til að
greiða góð laun, er hart að sætta sig við að
bankarnir geti ekki borgað okkur laun
sem við getum lifað mannsæmandi lífi af.
Annars líkar mér vel að vinna hérna, bæði
er vinnuaðstaðan góð og andinn meðal
starfsfólks til fyrirmyndar."
Ólafur Héðinsson.