Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 5
ir, að hljómsveitin, sem skipuð var sjö mönnum, hafi, á sínum tíma, verið „stærsta og versta hljómsveit landsins“. Árið eftir lék Jón á skóladansleikjum og víðar með Óskari Osberg saxafón- leikara, Geir Sigurðssyni trompet, Jóel Ingimarssyni píanó, Móses Aðalsteinsson trommur, og Jón með trompet og tenór- saxafón, sem liann fékk lánaðan, því út- setningar voru ekki alltaf sem heppileg- astar fyrir tvo trompeta. Næstu tvö árin hætti Jón alveg að leika, en byrjaði aftur snemma á árinu 1947. Með honum voru þá Magnús Pétursson píanó, Sverrir Jóhann- esson klarinet og altó-sax og Einar Jóns- son trommur. Það var frekar lítið að gera um veturinn, en að Hótel Norður- landi léku þá danskir hljóðfæraleikarar, og frétti Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara af þessu og gekkst fyrir því, að út- lendingarnir hættu, þar sem vitað var, að á Akureyri voru hljóðfæraleikarar, sem vel gátu tekið starfið að sér. Síðan hefur Jón leikið þarna með hljómsveit sinni, en nokkrar breytingar hafa þó verið gerðar á henni. Sumarið 1948 var Helgi Ingimundarson tenór-saxafónleik- ari frá Reykjavík ráðinn í hljómsveitina. Um haustiö hættu þeir Helgi, Sverrir og Magnús og fóru allir til Reykjavíkur. Helgi til að ljúka menntaskólanámi, Sverrir settist í Háskólann og Magnús í Tónlistarskólann. Eftir það lék Jón ekki reglulega, en Héðinn Friðriksson ásamt fleirum léku á hótelinu þangað til 1. marz í ár, að tveir reykvískir hljóðfæra- leikarar voru ráðnir þangað, þeir Stein- þór Steingrímsson píanóleikari og Grett- ir Björnsson harmonikuleikari. En Grétt- ir er nú einnig farinn að leika á klarinet og altó-saxafón, og Steinþór á það til að taka í trompetinn, sem hann leikur all- vel á. Einar Jónsson hefur verið með þeim á trommur og svo auðvitað Jón með trompetinn. Jón dvaldi í Reykjavík um síðustu páska og lék hann með reykvískum hljóð- færaleikurum, sem flestallir töldu hann einhvern mesta trompetleikara hérlendis, að öðrum ólöstuðum. Uppáhalds trompet- leikari Jóns í hópi Bandaríkjamanna er Charlie Shavers, einnig finnst honum Bunny Berigan, sem nú er látinn, sér- staklega góður, en hann hefur hlustað á nokkrar plötur leiknar af Bunny. Satt að segja, þá held ég að Jón líkist hinum fallna meistara nokkuð. Hann hefur þennan hreina, tæra tón, sem var svo einkennandi fyrir Bunny, og impróviser- ingar hans í sólóum eru mjög fág- aðar og um leið sálrænar, ef orða má það svo, en þetta var einnig einkennandi fyr- ir Bunny. Að kalla Jón Sigurðsson, Bunny Berigan íslendinga væri það sannasta, og er þá ekki leiðum að líkjast. H. S. 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.