Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 7
cn var þó lengst hjá Claude Hopkins,
frá 1929—1935. Hann lék með Teddy
Wilson á Cafe Society í New York 1941—
1944, en síðan byrjaöi hann mcð eigin
liljómsveit þar, sem hann enn er meö.
Ilann getur að heyra á mörgum plötum
meö hinum og þessum hljómsveitum
ásamt sinni eigin. 2. Skalaæfingar segja
allir hljóðfæraleikarar að sé einhver
bezta æfing, sem til er. Góð þekking á
hljómfræði mundi einnig hjálpa mjög
mikið. 3. Þessari spurningu ætlum við að
geyma að svara, því blaðið mun ef til vill
eftirleiðis geta birt mánaðarlegt yfirlit
yfir helztu „jazz-prógröm“ erlendra út-
varpsstöðva.
FRANCO: Ég vona, að blaðið geti gef-
ið mér einhverjar upplýsingar uin Buddy
Dc Franco.
U. Ilólin.
Svar: Boniface
Ferdinand Leon-
ardo De Franco
fæddist árið 1923.
Hann var tólfára,
þogar hann fór að
læra á klarinet.
Veturinn 1939—
1940 var hann í
fyrstu þekktu
hljcmsveitinni, sem Johnny „Scat“ Dav-
is stjórnaði. 1941—42 var hann hjá Gene
Krupa og síöan hjá Ted Fio Rito og þá
hjá Charlie Barnet, sem þá var með
Chubby Jackson, Dodo Marmarosa, Neal
Hefti og A1 Killian, cnda var þetta ein
bezta hljómsveit Charlie. Síðan fór Buddy
til T. Dorsey, þar sem hann hefur verið.
síðan, að undanskildum smátíma með
Boyd Raeburn. Hann er fyrir stuttu
hættur með Dorsey og er nú með litla
hljómsveit. Með Dorsey lék hann á nokkr-
ar plötur, svo sem „Opus 1“ og einnig
með litlum „all-star“ hljómsveitum. —
Buddy er afargóður útsetjari og þykir
honum miklu skemmtilegra að setja út
en að leika á klarinetið, sem hann þó
meðhöndlar meistaralega.
NO SALT: Ég vildi gjarnan fá upplýs-
ingar um hverjir leika á plötunni „Pep-
pcr steak“ með „Wasliboard rhythm
kings og hver syngur þar. Ennfremur
citthx að um söngkonuna Nellie Lutchcr.
Með fyrirfram þakklæti.
A. E.
Svar: „Pepper steak“.er því miður ein
þessara platna, sem ókunnugt er um
hverjir leika á. — Hljóðfæraskipun er
trompet, saxafónn, píanó, guitar, banjó
og þvottabretti. Söngurinn tilheyrir Ed-
die Miles og var platan leikin inn 1932.
Á árinu 1947 kom á markaðinn plata frá
Capitol plötufyrirtækinu, með píanóleik-
aranum og söngkonunni Nelli Lutcher.
Hún hafði lcikið opinberlega í fimmtán
ár, en aldrei orðið þekkt, en með þessari
plötu var nafn. hennar á hvers manns
vörum, þ. e. a. s. þeirra, er á jazz hlusta.
Um Nellie er lítið meira að segja. Hún
er mjög lærð á píanóið, en það virtist
ekki gagna mikið, því það var ekki fyrr
en hún tók til að syngja, að hún vakti
cftirtekt. Nú leikur hún í helztu nætur-
klúbbum Bandaríkjanna og er í hópi
tekjuhæstu jazzleikaranna.
Áskrifendur eru áminntir á að greiða
ársgjaldið kr. 40,00 í Hljóðfærahúsinu,
eða á afgreiðslunnni, Ránargötu 34.
IzMM 7