Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 17
&banA(agatextar Sungnir af Hauk Morthens með hljómsveit Aage Lorange CUANTO LE GUSTA Cuanto le gusta, le gusta, le gusta, le gusta, le gusta, le gusta, le gusta, Cuanto le gusta, le gusta, le gusta, le gusta, le gusta, le gusta. We gotta get goin’, where \ve goin’? And whata wre gonna do? We’re on our way to „somewhere", the three of us and you. What’ll we see there, who will be there, what’ll be the big surprise? There may be senoritas with dark and flashing eyes. We’re on our way, pack up your pack, and if we stay, we won’t come back. How can we go, we haven’t got a dlme, but we’re gonna have a happy time. Cuanta le gusta, o. s. frv. VORNÓTT eflir Jónaian ólafsson. Vornótt hlý, svo mild og hljóð, hvíslar til þín mín ástar ljóð. Sunnan blærinn ber frá mér, brennheitan koss að vörum þér. Fuglsins kvak er kveðjan mín, kærleiks orð og þrá til þín. Svo þegar húmið læðist hljótt, það hvíslar til þín góða nótt. TOMMY DORSEY, framh. af bls. 11 í nokkrar mínútur.“ Meðan hljómsveitin var úti, spjallaði ég við Tommy um albúmið, og sagði hann að hin ágætu lög Kern úr „Show boat“ hefðu alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá sér. Og þegar það var birt, að aftur ætti að taka upp sýningar á leiknum á Broad- way, þá hefði hann ákveðið að leika lögin í albúmið. Eftir nokkrar mínútur kom hljóm- sveitin inn og var nú tilbúin að hefja starfið á ný. Tommy sagði: „Munið, að einbeita huganum að því, sem þið eruð að gera og verið nú óþvinguð. Þetta verð- ur úrslitaplatan." Ljósið kom og enn einu sinni gaf Tommy, hljómsveitinni, merki um að hyrja. Platan var búin til. Þegar ljósið slokknaði sagði Tommy: „Nú tókst það, það er ég viss um. Heldurðu það ekki, Russ?“ Russ brosti úr klefa sínum og kallaði: „Áreiðanlega.“ Allir hópuðust að hátalaranum til að hlusta, og þegar platan hafði verið leikin, sagði Tommy: „Vel gert, þakka ykkur fyrir," og upp- tökustjórinn tók plötuna gætilega af fón- inum. Það krefst vissulega mikils erfiðis að leika inn á plötu, sem ekki tekur nema þrjár mínútur að leika. Og þegar Tommy Dorsey er annars vegar, á maður hægara með að skilja, hvers vegna hann hefur haldið vinsældum sínum óskertum öll þessi ár. Hann er ekki aðeins snjall músikant, heldur einnig sérstaklega vandvirkur. Hann lætur sér aldrei nægja það næsta bezta. #a»LUiS Y7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.