Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 5

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 5
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s ekki það, sem vér höfum í huga. Skáldskapur er ekki takmarkaður fyrir skáldin né heldur dettur oss í hug að varna öðrum en málurum aðgang að málverkasöfnum. Allir, nema þeir sem eru ónæmir fyrir tónum, geta lært að skilja tónlist og haft ánægju af henni, að svo miklu leyti, sem þeir hafa tækifæri og löngun til. Hugtakið tónlist, má til bráðabirgða skýra á þann veg, að það sé listin að skapa mikilvæg form í tónum. Áður en hægt er að taka þessa skýringu gilda, ber að útskýra nánar fjögur orð í henni. Fyrst og fremst, tón- listin er list: þ. e. hún miöar að því að sjá einhverja feg- urðarhugsjón. Til að ná þessu takmarki notar hún sínar eigin aðferðir, reglur og tækni. Gáfuðum tónlistarunn- endum er oft verða hugfangnir án skilnings verður stund- um á að halda — eins og svo almennt gerist -— að sköpun tónverka byggist ekki á æfingu né gagnrýni, að tónskáldin skrifi líkt og Sókrates sagði um skáldin „af guðdómlegu æði og eldmóði", og, ennfremur, að þeir geti hvorki sjálfir gert sér grein fyrir verkum sínum né skýrt þau fyrir öðr- um. Vér heyrum iðulega, sérstaklega nú á dögum, talaö um tónlistarmenn, sem hafi orðið miklir með því að varpa fyrir borð öllum reglum og hömlum; sem fylgi sinni innri rödd og kæri sig kollótta um erfðakenningar og umhveríi. Kenning þessi er að því leyti stórskaðleg, að hún viröir að vettugi mjög þýðingarmikið sannleiksatriði. Engin tónlist — og engin list yfirleitt — má án vera þeirrar óviðráðanlegu hvatar, sem nefnd er andagift. Það er öllum holl regla að færa ekki tónverk í letur, nema innri þörf knýji þá til þess. Iðnin ein getur ekki vakið „hinn heilaga eld“. Hinsvegar ber að leggja áherzlu á tvö atriði. Annað er það, að ekki er allur innblástur jafn verðmætur. Léleg tónlist getur verið sönn tjáning fátæks anda (eins og til dæmis í sumum sálmalögum vorum), enda lýsir það sér í fátæklegum búningi. Hitt atriðið er, að þessi fríhyggja er í fullkomnu ósamræmi við reynslu stórtónskáldanna. Bach, Haydn, Mozart, svo ég nefni ekki fleiri, öfluðu sér tækni sinnar með samvizkusamlegri vinnu. Haydn eyddi 16 klukkustundum daglega við nám og Mozart þurfti þrátt 5

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.