Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Side 6
Tímarit Tónlistarfélagsins
fyrir undragáfu sína að læra kontrapunkt með ástundun.
Þeir þroskuðu tækni sína unz hún varð þeim nærri óafvit-
andi. Þeir fengu það vald yfir örðugu formi sónötu og
fúgu, að þeir gátu leikið sér að því. í stuttu máli, þó kunn-
áttan ein sé ónóg til að skapa mikilvægt verk, er eins
óhugsandi að nokkurt ágætisverk hafi orðið til án henn-
ar. Vér munum næstum ætíð verða þess áskynja, að ef
andagiftin dofnar eða dvín um stundarsakir er því sam-
fara brestur á forminu og máttlaus tjáning hennar.
Fyrir oss, sem höfum þau sérréttindi að hlýða á og
meta, er þetta þýðingarmikið atriði. Að líkindum höfum
vér'öll komizt í kynni við verk einhvers viðurkends tón-
skálds, sem við fyrstu heyrn virtist vera snilldarverk, en
sem hreinskilnislega sagt, vakti í oss fremur undrun en
aðdáun. Það fór alveg fram hjá skilningi vorum. Ástæðan
til þess var sú, að vér skildum ekki málið. Vér gátum hvorki
skýrt fyrir sjálfum oss byggingu verksins né greitt úr tóna-
línum þess og var því innsta eðli þess oss hulin ráðgáta.
Ef vér aftur á móti kynnum oss listfræðina, lærum vér ekki
einungis, oss til mikillar ánægju, að skynja forrn, sam-
hengi og hendingar, sem annars hefðu verið oss huldar,
heldur verður oss einnig ljós hugsun tónskáldsins, tilfinn-
ingar og andríki, sem oss áður í fávizku vorri virtist þoku-
kennd og ruglingsleg.
í þessu sambandi ber að minnast þess, að allar göf-
ugar tónsmíðar — þegar vér einu sinni byrjum að skilja
þær — eru ótæmandi uppspretta unaðar. Eins og flestir
tónlistarunnendur kann ég sum verk Beethovens utan að í
huganum. í hvert skipti, sem ég heyri þau, uppgötva ég
í þeim nýja fegurð og nýt nýrrar ánægju.
Annað orðið í skýringunni að ofan, sem þarf nánari
útlistunar við er orðið tónar, en það er „mál“ tónlistar-
innar. Og hér eru oss skorður settar. Eru öll hljóð leyfi-
leg, eða eingöngu þau, sem hljómakerfin ná yfir? Þessari
spurningu er ekki eins auðsvarað eins og virðast kann við
fyrstu sýn. Ef vér skoðum það sem sjálfsagðan hlut að
hljóð þau, sem tónlistin notar, eigi að vera þægileg fyrir
eyrað — og það er mín skoðun — þá er eftir að taka
6