Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Síða 7

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Síða 7
Tímarit Tónlistarfélagsins ákvörðun um, hvers eyra skal miða við sem fyrirmynd. Sum böi’n (eins og t. d. Mozart) þola ekki lúðrablástur, öðrum falla tvígrip á fiðlu án undirleiks, illa. Forfeðrum vorum þótti sum tónasambönd, sem vér nú tökum góð og gild, óþolandi, vér aftur á móti furðum oss á sumum „nútímahljómum", sem komandi kynslóð ef til vill mun finnast hversdagslegir. En eitt er víst; í fyrsta lagi, að móttækileiki mannlegs eyra þroskast smátt og smátt, en ekki í stökkum, í öðru lagi að gildi mishljóma veltur ekki á eðli þeirra á yfirborðinu, heldur á þýðingu þeirra. Mishljómur getur verið algerlega þýðingarlaus; en hann gæti líka táknaö skyndilegt reiðikast, verið nokkurskonar blótsyrði í tónum. í þriðja lagi getur hann verið fullkom- lega eðlilegur hnútur i tónavefnum. Fer það eftir sam- hengi og áframhaldi. Það er bersýnilegt að vér dæmum hann mismundandi í þessum þrem tilfellum. Allar listir eru skapandi eðlis og tónlistin öðrum frem- ur. Hún getur ekki sagt frá, né lýst, né heldur málað. Til- raunir til þess að herma ákveðin náttúrufyrirbrigði eru annaðhvort barnaskapur, eins og til dæmis „Hailstone Chorus“ (Hagléla-söngurinn) í „Israel í Egyptalandi"* eða gaman eins og fuglar Beethovens, asninn hjá Mendel- sohn og sauðkindin í „Don Quixote“ eftir Strauss. í æðri skilningi eiga sér ekki stað lýsingar á ákveðnum viðburð- um eða fyrirbrigðum, heldur tjáning samsvarandi tilfinn- inga í huga vorum, eins og til dæmis túlkun Hándels á myrkrinu, eða „guðsgræna náttúran“ í fyrsta þætti „Pas- toral“-symfoníu Beethovens. Tónlistin nýtur sín betur þegar hún kemur geðinu á hreyfingu, og leiðir hinar náttúrulegu tilfinningar manns- sálarinnar inn á æðri brautir, því einmitt í því kemur sköpunarmáttur hennar greinilegar fram. En hátindi feg- urðar sinnar, og mætti guðdómlegs sköpunarverks nær hún fyrst, þegar fonn og innihald, tilfinning og tjáning eru í senn alin og ummynduð að innri andagift. Síðasti kaflinn í Matteusar-píslarsöng Bachs og rólegi þátturinn * (Óratorium), Helgimál eftir Hándel. 7

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.