Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Page 11
Tímarit Tónlistarfélagsins
þessu leyti ólíkur Debussy, sem mýkir allar linur, gefur
aðeins bendingar, skapar „atmosphére“ og lætur allt birt-
ast í töfrum leyndardómsfullra ljós- og litbrigða. Ein-
hver hefir sagt um verk Debussy’s að þau séu „tónverk
fyrir taugarnar“. Mætti segja um Ravel, að hann snúi sér
fyrst og fremst til skilnings áheyrandans.
Ravel fæddist suður undir Pýreneafjöllum, í Ciboure
nálægt St. Jean de Luz, 7. marz árið 1875. Hann var kom-
inn af Böskum í móöurætt. Tólf ára að aldri fluttist hann
til Parísar og stundaöi nám við Conservatoire Nationale,
og var Gabriel Fauré aðalkennari hans í tónsmíði. Fyrstu
tónverk sín, sem kunn eru, samdi Ravel um tvítugt og
voru þau flutt opinberlega í fyrsta sinn árið 1898. Þóttu
þau nýstárleg og voru vitt af sumum íhaldssömum gagn-
rýnendum. Ravel virðist þegar í upphafi tónlistarferils
síns hafa „fundið sjálfan sig“ þótt einhverra áhrifa gæti
framan af, frá kennara hans Fauré, Debussy og Chabrier.
Hér verða aöeins talin upp nokkur helztu verk hans.
Fyrir píanó: Jeux d’eau (1901), Miroirs (1905), Sonatine
(1903—1905), Gaspard de la nuit (1908) og Tombeau de
Couperin (1914—17). Tvö hin síðastnefndu má telja til
beztu verka hans yfirleitt. Um hljómsveitarverk hans er
að segja, að þau eru flest umritun á píanóverkum hans, en
hafa þó alveg nýjan svip. Ennfremur má telja: mörg söng-
lög, tvo söngleiki, ballettinn „Daphnis et Chlöe“ og loks ágæt
saltónverk: strokkvartettinn (1902—03), tríó fyrir píanó,
celló, og fiðlu (1915) og dúó fyrir celló og fiðlu (1920—
1922). Eru verk þessi ásamt kvartett Debussy’s eitthvað
það ágætasta, sem frönsk saltónlist hefir eignast.
Ravel er þegar kominn í tölu „klassiskra“ tónskálda
og mun áhrifa hans gæta lengi í franskri tónlist.
Á. K.
11