Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Page 12

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Page 12
Tímarit Tónlistarfélagsins B æ k u r Dr. Erik Abrahamsen: „Tónlistin“. Þýdd af dr. Guðm. Finnbogasyni. Á síðastliönu hausti kom í fyrsta sinni út á íslenzku bók um tónlistina almennt. Var það Þjóövinafélagið, sem fyrst réðist á vaðið um útgáfu slíkrar bókar. Höfundur hennar er dr. Erik Abrahamsen í Kaupmannahöfn, sá sem flutti hér fyrirlestra við háskólann fyrir nokkrum árum; en' dr. Guðm. Finnbogason annaðist þýðinguna. Bókin flytur lesandanum á 177 bls. undirstöðufræðslu um flest er að tónlist lýtur, svo sem: byggingu lags, eðli hljóðfalls- ins, hljóma, hreina tónlist og hermitónlist, tónlistarform, sögu tónlistarinnar o. fl. Er hún því sannkallaður hval- reki fyrir tónlistarvini, og ennfremur ættu allir þeir, sem hlusta á tónlistarflutning útvarpsins, hið bráðasta að fá sér hana, því margir munu þeir vera sem átta sig jafn- lítið á symfóníum Beethovens og fúgum Bachs og útlend- ingar á dýrt kveðnum sléttubandavísum, og er það ekki vanzalaust, þar sem um jafnmikið menningarmál er að ræða og tónlistina. Dr. Guðm. Finnbogason hefir með þýðingu sinni leyst stórt verk af hendi, þar sem hann af mikilli snilli hefir skapað fjölda af íslenzkum tónlistarorðum. Var þar áður ekki um auðugan garð að gresja, en þó ber að nefna að próf. Sigfús Einarsson hafði þýtt — og það ágætlega — mörg orð hljómfræðinnar, enda hefir G. F. haldið þeim í þýðingu sinni. Ég skal láta ósagt hvort öll nýyrðin muni festast í málinu, en eflaust munu mörg þeirra ná hylli tónlistarmanna. Væri óskandi að dr. G. F. lyki við hafið verk og fyndi góð þýðingarheiti á hinum erlendu tón- listarorðum, sem máli skipta og enn eru eftir. Bók þessi ætti að verða kennslubók í öllum skólum með þroskaða nemendur og myndi þá nauðsyn hennar brátt koma í ljós. — Hafi stjórn Þjóðvinafélagsins og dr. Guðm. Finnbogason þakkir fyrir hana. 12

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.