Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Qupperneq 14
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s
eru ítölsk orö og þýða „einn
strengur" og táknar að nota skuli
vinstri fótskör flygilsins. Ef stigið
er á hana, færist hljómborðið til
hægri og slær þá hamarinn aðeins
á einn streng (í nútímahljóðfær-
unum tvo strengi) í stað þriggja.
Þegar lyfta skal fætinum er það
táknað með „tre corde“ (t. c.) —
þrír strengir — fær þá tónninn
fullan hljóm á ný.
2. Sónata, synfónía og konsert
eru ytónlistarform, að vissu leyti
sama formið þ. e. a. s. bygging
svonefndra verka er í aðalatrið-
um sú sama. Orðið sonata
(ítalska) táknar upphaflega verk
fyrir hljóðfæri i mótsetningu við
kantata þ. e. söngverk (cantus =
söngur). Formið er hjá tónskáld-
um heiðstefnunnar, Haydn, Mo-
zart og Beethoven etc., þríþætt
(hraður—hægur—hraður), og ber
1. þátturinn aðaleinkenni sónötu-
formsins. Þátturinn skiptist í þrjá
kafla. Tvær stefjur eða temu eru í
fyrsta kafla þáttarins fluttar með
stuttum millileik hvor á eftir
annari. Annar kafii þáttarins,
sem nefnist gegnfærzla eða úr-
vinnslukafli, er frjálsar breyt-
ingar á stefjunum, þ. e. unn-
ið er úr þeim nýtt efni. Síð-
asti kaflinn er endúrtekning á 1.
kaflanum. Form þáttarins mætti
því tákna ABA. Annar þáttur són-
ötunnar er oftast í svonefndum
þrískiptum ljóðhætti, rólegur og
syngjandi en sá þriðji er hraður,
fjörugar, tíðum í Rondóformi (þ.
e. ein aðalstefja skiptist á við tvær
eða þrjár aukastefjur, ABACA-
BA). Stundum er skotið inn á
milli 1. og 2. þáttar menúett,
(Haydn) eða Scherso (Beet-
14
hoven). Sónata er verk fyrir eitt
eða tvö hijóðfæri (píanósónata,
fjðlusónata o. s. frv.), en sym-
fónían eða hljómdrápan er n. k.
sónata fyrir hljómsveit og eðlilega
voldugri og tilbreytingaríkari sök-
um fjölda hljóðfæranna. —
Concerto (konsert) (af latneska
orðinu concertare = keppa eða
deila) er upprunalega n. k. sam-
keppni milli tveggja flokka hljóð-
færa, minni flokks er nefnist con-
certino, og stærri flokks, concerto
grosso. Síðar táknar concerto
kappleik milli eins sóló- eða ein-
leiks-hljóðfæris (flygils, fiðlu,
knéfiðlu (celló) o. s. frv.) og
hljómsveitar. Bygging verksins er
sú sama og í sónötunni (eða
hljómdrápunni).
3. Philharmonie (frb. fílharmóní
= ást í hljómum). Svo nefna sig
mörg tónlistarfélög og hljómsveit-
ir víðsvegar um heim, sem hald-
ið er uppi af slíkum félagsskap,
sbr. Philharmonic Society í
London, Philharmonische Gesell-
schaft og Philharmonisches Orc-
hester í Berlín, Wien etc.
Nýjar hljómplötur
DVORÁK: Cellókonsert í h-
moll og op. 104. Leikinn af Pablo
Casals og Tékknesku Philhar-
monie-hljómsveitinni. H. M. V.
DB 3288—3292.
Spánverjinn Casals er frægastur
núlifandi celló-leikara. Konsert
þessi er talinn eitt af uppáhalds-
verkum hans. Dvorák samdi kon-
sertinn í Ameríku og koma í hon-
um fram áhrif af amerískum
þjóðlögum líkt og í Symfóníum
hans „Úr nýju álfunni" og kvart-
ettinum op. 105.